Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 10
FYRST 6, FREM5T = FYRIR SELLURNRR BJÓR MEÐ DJÖRFUM BLÆ Hélstu aö bjór væri bara bjór? Að ekkert spennandi bragð væri í boði annað en bjórbragðið eitt og sér? Það er auðvitað ekki nema hálfur sannleikur. Mýmargir mixmöguleikar eru í boði. Á Kaffibarn- um er vinsælt að fá sér bjórkokkteilinn HipHop. Hann samanstend- ur af einum þriðja Egils Appelsíni og tveimur þriðju bjór. Barþjónarn- ir á REX eru einnig duglegir að bjóða síðdegisgestum upp á franska kokkteilinn Panaché, sem kallast Clara á Spáni en Radler í Þýska- landi. Þá er galdurinn að menn blandi saman bjór og Sprite til helm- inga. Djúpsjávarsprengjur eru vinsælar á Apótekinu. Þær eru eilítið varasamar, en útbúnar þannig að fullu staupi af tekíla er hvolft í stórt bjórglas og það svo fyllt í topp með bjór. Þegar sopið er niður í hálft glas byrjar minna glasið að missa sinn mjöð út fyrir og bland- an verður skýrari og áhrifameiri. Fleiri bjórblöndur eru vinsælar. Til dæmis hin frískandi Monaco sem er bjór meó skvettu af Grenadine og Picon-öl sem er bjór blandaður frönsku, áfengu Picon-sírópi og kreistu af sítrónu. Einhver talaði um að alversti bjórkokkteillinn hefði um tíma fengist á Hótel Egilsbúð á Neskaupstað. Bjór bland- aður með staupi af Amaretto. Sama og þegið, takk. ÞLG ÖRLÍTIL VEÐURFRÆÐI Þjóðin missti dálítið tengslin við vindinn fyrir ríflega tveimur árum þegar Veðurstofa Islands tók upp mælieininguna m/s (metrar á sekúndu) og lagði gömlu góðu vindstigunum. Tólf vindstig voru ein- hvern veginn mun áþreifanlegra fárviðri en 35 m/s. Til glöggvunar er því rétt að ryfja upp hvað m/s þýða á vindstigsskalanum. m/s 0 1 2 4 7 9 12 15 19 23 26 30 35 vindstig 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 ROCK STAR Saga um drauma sem rætast. Chris Cole (Mark Wahlberg) fæddist rokkari. Kærastan (Jennifer Aniston) er sannfærð um að Chris bíði heimsfrægð, en í stað þess að semja eigin tónlist dýrkar hann Bobby Beers, söngvara þungarokksveitarinnar Steel Dragons, og stofnar hermihljómsveit þar sem hann stælir Bobby I hvívetna. Dag einn er Chris rekinn úr grúppunni en fær þá óvænt annaö tækifæri; nefnilega aö leysa Beers af hólmi. Leikstjóri: Stephen Herek sem gerði m.a. Mr. Holland’s Opus, Three Musket- eers og 101 Dalmatians. Orðsporið: Alvöru rokkmynd með orgíum, dópi, síðu hári og pungþröngum leðurbuxum. Byggð lauslega á sðgu sölumannsins.Ripper” Owens sem leysti af hólmi Rob Halford f Judas Priest. OCEAN’S ELEVEN Endurgerð á samnefndri mynd frá 1960 þar sem hið fræga Rat Pack gengi fór með aðalhlutverkin. Bófinn hjartahlýi Danny Ocean (George Clooney) er nýkominn úr steininum og búinn að velja af gaumgæfni hóp „sérfræöinga" til að freista þess að ræna þrjú íburðarmestu hótelin f Las Vegas um leið og mikilvæg boxkeppni stendur þar yfir. Mikill stjörnufans leikurf myndinni, auk Clooneys þau Brad Pitt, Julia Roberts, Matt Damon og Andy Garcia. Leikstjóri: Steven Soderbergh, sá sem allir f Hollywood þrá að vinna með. Það útskýrir leikarahópinn. Gerði m.a. Traffic og Erin Brockovich. Orðsporið: Hinn rándýri leikarahópur Soderberghs mun gera myndina eina af mest sóttu myndum ársins. Nokkuð massíf spennumynd, en töluvert slappari en sú frá 1960. ATLANTIS: THE LOST EMPIRE Sagan gerist 1914. Milo Thatch (Michael J. Fox), barna- barn hins mikla Thaddeus Thatch, þykist vita að Atlantis hafi verið til og telur sig komast þangað hafi hann ákveöna dagbók til leiðsagn- ar. Gamall vinur afa hans lætur honum dagbók- ina í té, auk kafbáts og fimm manna áhafnar. Þau ferðast svo um Atlantshafið, hitta risa- humarinn Leviathan og finna Atlantis. Leikstjóri: Snillingarnir Gary Trousdale og Kirk Wise sem gerðu saman teiknimyndirnar Beauty and the Beast og Hunchback of Notre Dame. Orösporið: Disney-teiknimynd eins og þær gerast bestar. Full af spennandi ævintýrum og húmor fyrir börn sem fullorðna. Og ekki skemmir fyrir að fsland er mikill örlagavaldur f sögunni. REGÍNA fslensk dans-og söngvamynd eftir handriti Margrétar Örnólfsdóttur og Sjóns. Regína (Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir) er ósköp venjuleg tíu ára stelpa í Reykjavík. Dag einn uppgötvar hún að hún getur látið hluti gerast með því að syngja um þá. Hún og Pétur, vinur hennar, ákveða því að snúa á ör- lögin og hrinda af stað áætlun sem varðar framtíöina. Hárkollusölumaðurinn Örvar (Baltasar Kormákur) kemur óvænt inn í líf Regínu og gerir börnunum Iffið leitt. Leikstjóri: María Sigurðardóttir sem spreytir sig hér á sinni fyrstu kvikmynd. Orðsporið: Litrfk skemmtun, fyndin og spennandi atburðarás með góðri tónlist og frábærum dansatriðum. Baltasar Kormákur og Halldóra Geirharðsdóttir sýna snilldardanstakta. 8 SKÝ Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.