Ský - 01.12.2001, Qupperneq 17

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 17
 Af hverju hefur þér gengið svona vel í Hollywood? Ég held þetta sé bara harkan sex, samansafn af heppni og því að blanda geði við rétta fólkið. Ég veit ekki hvað ég er búinn að fá mörg verkefni eft- ir að hafa farið út með einum og kynnst öðrum. í Hollywood er við- mótið þetta: Þessi gaur er hress og kátur, þess vegna skulum við skoða vinnuna hans. Það er nefnilega ekki nóg aö geta framkvæmt hlutina, maður verður einfaldiega að hanga meö þessu liði átján tíma á dag. Ég skil þetta viðhorf. Það er ógjörningur að vinna með leiðinlegu fólki þótt það sé klárt. Ég vil frekar ráða aðeins lélegri mann ef það er gott að vinna meó honum. Hvernig kynnist maóur rétta fólkinu? Maður kynnist einu þeirra og svo smitar það út frá sér. Ég þekki mjög hæfileikaríkt fólk sem ekki hefur enn komist inn í þennan bransa því ekki dugar það eitt að vera snillingur. Maður veröur að þekkja rétta fólkið. Öðruvísi kemst mað- ur ekki áfram. Ég hef búið til fullt af kynningarefni en aldrei fengið vinnu út á það fyrr en heima á íslandi í sumar þegar það var sent til Evrópu. Dæmi um það er franska fyrirtækið sem ég vann auglýsingu fyrir heima í sumar. Leikstjórinn er einn af frægari leikstjórum Frakk- lands. Hann sagðist engan vilja nema mig hér eftir. Ég er samt ekki endilega sá besti, en þeim líkar vel við mig. Þannig virkar þetta. Þessu fylgir þokkaleg pressa, gæti ég trúað? Jú, elskan mín, biddu fyrir þér. Ég sef ekki á næturnar af stressi. Stundum fæ ég hræðslu- kveisu og langar mest að láta mig hverfa. Er þá kannski meó tutt- ugu manns í vinnu, oft fullorðna menn með áratugareynsiu sem hafa takmarkaðan áhuga á að láta gutta segja sér fyrir verkum. Það get- ur verið virkilega stressandi. Ég er sem betur fer farinn að róast en á köflum hélt ég að ég væri við dauðans dyr meö brjálaðan hjart- slátt, svita og magakrampa. Svo þýðir ekkert að vera veikur, skrópa eða liggja heima í þynnku. Þá gæti annar maður verið ráðinn og sá verið betri en þú, maður veit aldrei. á henni. Ég sagði vestió vera tilbúið og að mjög erfitt væri að breyta því. Nei, ekki til að tala um, þessu varð að breyta og var ég lokaður inni í búningsherbergi með Katie til að hefjast handa. Þetta var rosalega óþægilegt og ég sagði henni það. Hún bað mig um að hugsa sem minnst um aðstæóurnar, en í atriðinu var hún nakin. Því þurfti ég að vera á fjórum fótum að búa þetta til í klof- inu á henni kviknakinni. Svo kemur maður heim úr vinnunni og kon- an spyr: Honey, how was your day? Ég veit þú vannst að auglýsingu með Arnold Schwarzenegger. Já, maður skilur ekki ennþá öfgarnar í sambandi við fræga fólkiö. Hann fékk mílljón dollara fyrir átta tíma vinnu. Og fyrir þennan eina dag var hann með íbúð og líkamsrækt á hjólum, bílstjóra, kokk, hárgreiðslumann, búningahönnuð og einn fáránlegan mann sem gekk um í veiðivesti þakið græjum til vindlareykinga. Hann er svona vindlageymslukall. Gengur um með vindlatöskuna, hugsar um innihaldið, sker framan af vindlinum, rífur upp kveikjarann og réttir Arnold logandi vindil í hverri pásu. Bull. Hvernig sérðu ísland eftir tíu ára búsetu í Hollywood? Ég hef aldrei séð ísland eins og ég sá það í sumar. Ég ferðaðist mikið um land- ið og verð að segja að þessi náttúra sem við eigum jaðrar við geð- veiki. Ég hafði ekki opnað augun fyrir þessu þótt ég hafi farið í milljón útilegur með foreldrum mínum sem krakki og einhverjar hel- vítis útihátíðir mörg ár í röð. Það er ekki aó ástæðulausu að erlend fyrirtæki komi hingað. Það er allt fallegt hérna, jöklarnir, fjöllin og fólkið. Hins vegar er umferðarmenningin hrikaleg og ég keyri um skíthræddur. Hér gefa menn í frekar en að gefa séns og keyra aldrei hraðar en við gangbrautir. Hvernig á það við íslending að hrærast í yfirborðshelmi eins og Hollywood? Ég held þaó eigi bara alls ekkert við hann og þá alls AÐ ÞEKKJA RÉTTA FÓLKIÐ Leikmyndahönnuðurinn Guðjón Ólafsson, betur þekktur lifa og hrærast í Hollywood í áratylft. Þar hefur hann s þeirra á meóal Spawn, Blade og Very Bad Things, en h Þórdís Lilja Gunnarsdóttir bauð Gauja í kaffi og sögur. S 3t y* em Gus Ola á kvikmyndavefnum IMDB, er búinn að t handbragð sitt á fjölda auglýsinga og kvikmynda, *gst nú söðla um og einbeita sér að leikstjórn ytra. Stúderarðu svo sjónvarpsefni þegar þú kemur heim á kvöldin? Já, en öfugt við þá sem hata auglýsingarnar ligg ég í þeim. Enda vinn ég bara við auglýsingar og hef ekki unnið við kvikmynd síðan í The Gift með Keanu Reeves, Katie Holmes og Cate Blanchett. Sagðirðu Keanu Reeves? Ég brjálast. Hefuröu hitt manninn? Já, oft og mörgum sinnum. Ég kynntist honum á bar fyrir sjö árum þegar við sátum saman að sumbli við sama borð, ásamt fleirum. Stðan hef ég unnið með Keanu. Hann er svalur gaur, fínn og líbó náungi og alltaf á mótorhjóli. Er hann lítill? Þeir eru oftast svo miklir rindlar þessar kvikmynda- stjörnur. Já, það hafa alltaf verið rindlar í Hollywood. En ekki Ke- anu Reeves. Hann er mjög hávaxinn og karlmannlegur. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur lent í á ferlinum? Það er engin spurning. Það kom mest á óvart að lenda í klofinu á Katie Holmes. í The Gift sá ég um atriðið þar sem búið var að drekkja Katie með keðjum. Ég útbjó vesti úr gúmmíkeðjum sem Katie gat smeygt sér úr og í. Kom bara inn í myndina til þessa verks, hef annars sagt mig úr bíómyndunum síðustu tvö árin. Nú, þegar allt var tilbúið heimtaði leikstjórinn að keðjurnar færu í gegnum klofið ekki mig. Þegar menn kynnast mér er sjálfum mér að mæta en ekki einhverjum sem seinna kemur í Ijós. Alvöru manneskja segir þeim sem bulla að halda kjafti. Það er ekki ókurteisi heldur hug- rekki að segja það sem maður meinar. Slíkt er sjaldgæfur eigin- leiki úti og hefur þess vegna hjálpað mér mikið. Hvernig vinir eru Kanarnir? Ameríkanar eru með gríðarlegan far- angur á bakinu, mikinn vandamálapakka. Eftir tveggja mánaða samstarf er maður oft orðinn besti vinurinn og síminn stoppar ekki. Ég meina, hvaö er það? Hvar eru ræturnar og æskufélagarnir? Svo eru þeir vælandi um óuppgerð fjölskyIdumál og grenjandi í símann með alls kyns komplexa. Ég held að vinabönd á íslandi séu svo trygg og sterk að maður gefi frá sér einhverja strauma sem kveikja í Kananum að maður sé „gamli, týndi vinurinn”. Færðu stundum heimþrá? Já, þegar ég sé landið eins og það var í sumar. Líka þegar ég hlusta á íslensku plöturnar mínar með Gylfa Ægis eða Ellý og Vilhjálmi, það dregur mig heim. Fyrstu árin mín úti var ég innilega á móti því að búa á íslandi, en núna verö ég friö- laus að komast heim tvisvar á ári. Mér finnst líka svo mikilvægt að rækta minn góða vinahóp heima. Við eigum nú flestir börn og það væri gott að eldast saman. SKÝ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.