Ský - 01.12.2001, Side 30

Ský - 01.12.2001, Side 30
Ingvar E. Sigurðsson er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, hann er verðlaunaóur í bak og fyrir heima og erlendis, og nú í vor veróur frumsýnd bandaríska stórmyndin K19: The Widowmaker þar sem hann leikur á móti ekki minni stjörnum en Harrison Ford og Liam Neeson. Jón Kaldal hitti Ingvar og spurói hann meðal annars út í kvikmyndaferil í útlöndum en fékk líka að heyra urn kúnstina að gráta og aó hann væri sjálfsagt prestur ef hann væri ekki leikari. Ég man eftir Ingvari áður en hann varð frægur. Það var snemma sumars 1989 og verktak- inn sem ég vann hjá hafði leigt mig ásamt valtara, í fjögurra daga sleitulausa vegavinnu upp í Kjós. Ég þekkti engan í vinnuhópnum en það var einn annar strákur nýr á staðnum. Hann sagðist vera í Leiklistarskólanum og hann hefði ráðið sig í þessa vinnu því verktak- inn hafði lofað honum uppgripum í sumar, hins vegar var hann að komast að því sér til hrellingar að hann var á strípuðum verkamannataxta. Hann sagði mér að það væri búið að bjóða sér hlutverk í stuttmynd og þegar ég hélt til baka í bæinn með valtarann sagðist hann vera að spá í að slá til; segja upp vegavinnunni og þiggja hlutverkið; sumarkaupið yrði hvort sem er ekki beysið á þessum launum. Myndin var SSL 25 eftir Óskar Jónasson. og frammistaða Ingvars sem geggjaður hermennskudellukarl er ógleymanleg öllum sem sáu. Ég man að það kom mér á óvart aö þessi hægláti og þægilegi náungi gæti leikið svona brjálæðing. Tólf árum síðar sitjum við Ingvar á barnum á Grand Hótel. Hann er jafnafslappaður og þægilegur og hann var í vegavinnunni upp í Kjós og núna veit ég að hann getur svo sann- arlega brugðið sér í allra kvikinda líki, hvort sem það eru vitstola geðklofasjúklingur á borð við Pál í Englum alhelmsins eða hreinhjartaður hugsjónamaður eins og doktor Stokkmann í Fjandmanni fólksins. Á undanförnum áratug hefur Ingvar fest sig rækilega í sessi sem einn fremsti leikari þjóðarinnar. Á sama tíma hefur honum tekist að halda lífi sínu í ..heföbundnum, föstum fjölskylduskorðum", svo notuð séu orð hans sjálfs, en hann og kona hans Edda Arnljótsdóttir eiga fjögur börn á aldrinum ellefu til tveggja ára. Það er dágott afrek miðað við alia þá athygli og aðdáun sem hefur beinst að honum. Síðasta vor hófst á vissan hátt nýr kafli á ferli Ingvars þegar hann flaug til Kanada til þess að leika í þrillernum K-19: The Widowmaker ásamt stórstjörnunum Harrison Ford og Liam Neeson. undir leikstjórn Kathryn Bigelow, sem hefur meðal annars myndirnar Strange Days og Point Break á afrekaskránni. Myndin er byggð á sannsögulegum atburð- um sem gerðust þegar slys varð um borð í sovéskum kjarnorkukafbáti 1961 og leikur Ingvar yfirvélstjórann Viktor Gorelov sem er valdamikill um borð. Undir dinnertónum hótelbarsins förum við í ferð um nokkur leikrit og bíómyndir frá ferli Ljósmyndir: pállstefáNsson Ingvars. Aðstoð: kjartan páli.sæmundsson IGURÐSSON

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.