Ský - 01.12.2001, Qupperneq 38

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 38
Hamfarir í höfuðborg Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON ^ J mni Jarðskjálftamir í Bláfjöllum nú í haust minntu höfuðborgarbúa óþægilega á að í næsta nágrenni við borgina eru öflug eldfjöll sem jarðfræðingar segja aó geti gosið kröftuglega nánast hvenær sem er. En hvað þýddi það fyrir lífið í höfuðborginni og hvað myndi raunverulega gerast ef Reykjanesskaginn raknaði duglega úr rotinu? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skoðaói mögulega atburðarás ef gos hefst við bæjarmörk Reykjavíkur. Rafmagnsmöstur á Hellisheiði eru fallin, hraunelfan að ná í/5 Nesjavallavirkjun og heitavatnsstokkar til borgarinnar hafa brotnað mélinu smærra. Gvendarbrunnar eru í stórfelldri hættu og hraunstraumur stefnir hraðbyri niður Elliöaárdalinn. Nokkur hús í Reykjavík hafa skemmst mikið í jarðskjálfta og á Laugardalsvelli eru örvæntingarfullir borgarbúar að reisa tjaldbúðir í snjónum. Hvar voru nú aftur batteríin í útvarpið? Þú gengur að þeim vísum í sjónvarpsfjarstýringunni og flýtir þér að stilia á Ríkisútvarpið. Þui- urinn staðfestir óvænt og hrikalegt hraungos \ Hengli og Heiðmörk. Örtröð er á spítölunum. Myrkur grúfir yfir stórum hluta höfuðborg- arinnar og gjóska gerir bæði fólki og vélum erfitt um vik. Suöur- landsvegur er farinn undir hraun og aðeins ein leið fær úr bænum um Vesturlandsveg. Þar hafa myndast langar raðir ökutækja sem freista þess að flýja hamfarirnar. Þetta gæti verió sá veruleiki sem blasir viö íbúum höfuðborgar- innar ef spár jarðfræðinga ná fram að ganga. Hvort þaö sé okkar hlutskipti, sem nú lifum, að upplifa eldrautt, glóandi og hvæsandi hraun lýsa upp kolsvarta nóttina við Reykjavík er í óvissunnar hendi. Víst er þó að Reykjanesskaginn vaknar af sínum væra blundi fyrr en seinna. Miðlar og andlegir leiðtogar hafa í vaxandi mæli sagt yfirvofandi hryllilegustu og svörtustu hamfarir í sögu þjóðarinnar. Og að þær snúist fyrst og fremst um lífið í höfuöborginni. Þótt móðir náttúra sé okkur íslendingum örlát í fegurð sinni og umgjörð hefur hún margoft sýnt bæði ófýrirsjáanlega og dyntótta hegðan sem útheimtir miklar fórnir og tár. Stórfelldar náttúruham- farir geta brostið á með litlum sem engum fyrirvara. „íslendingar vinna lítið í forvörnum með tilliti til þess hvað náttúr- an geturgert okkurfyrirvaralaust,” segir Páll Imsland jarðfræðingur. „Við lifum í landi náttúruhamfaranna. Það er kannski ekki glæsi- legur titill, en engu að síður staðreynd því að náttúruhamfarir hér eru bæði fjölbreyttari og tíðari en annars staðar þekkist. Því er ástæða til að vakta vei eldstöðvakerfin í nágrenni Reykjavíkur, gera áætlanir um viðbrögð og meta stöðugt hættur og goslíkur.” ELDFJÖLLIN AÐ VAKNA Reykjanesskagi er virkasta eldstöðvakerfi landsins og ber ótal merki um eldvirkni. Eldar á Reykjanesskaga gætu valdið gífurlegu tjóni og óþægindum á höfuðborgarsvæðinu. Eldstöövakerfi skag- ans eru fjögur, allt aflangar reinar, og kennd við þekkt kennileiti. Þau eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjalla- kerfið (með Bláfjöllum) og Hengilskerfið. Stærsta og mest áber- andi megineldstöðin er Hengill og fjöllin við hann á Hellisheiði. Þar eru vísbendingar um tvö virk kvikuhólf og þar hefur eldvirkni stað- ið lengst yfir. Rek- og goshrinur ganga yfir í kerfunum á 700 til 1000 ára fresti. Síðast gaus á tímabilinu 950 til 1240 í þremur kerfanna. Það gefur okkur tæp átta hundruö ár frá síðasta gosi, sé litið til síðara ártalsins, en nær ellefu hundruð ef miðað er við það fyrrnefnda. Þvf hafa fjöllin sofið lengi á mælikvarða eldvirkni skag- ans og von á rumski þá og þegar. Karl Grönvold, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, hefur rannsakaó eldstöðvarnar í námunda við Reykjavík. „í raun er kominn tími á nýtt gostímabil. Þá gæti gosið í löngum sprungum eftir öllum Reykjanesskaganum, allt frá Reykjanesvita og upp á Hellisheiði. Sagan sýnir að eldgos koma í hrinum þannig að mörg gos verða hvert á fætur öðru. Byrji eitt gos eru allar líkur á að þaó haldi áfram og rífi upp Reykjanesskagann." Að sögn Karls eru yfirgnæfandi líkur á gosi á þessu svæói. „Við vitum auðvitað aldrei hvenær það brestur á og í sjálfu sér gæti það því gerst á morgun. Mesta váin sem fýlgir eldgosum á Reykja- nesskaganum er hraunrennslið sem er fremur þungt en þunnfljót- andi, erfitt viðureignar, æðir yfir landslag og ryður því sem fyrir er í burtu. Svona eldgos hafa yfirleitt mesta virkni í byrjun goss en hraun renna sjaldnast það hratt að þau loki fólk inni." EITRAÐ LOGN í LÆGÐUM í Kröflueldunum í september 1984 rann glóandi hraunáin um tíu metra vegalengd á sekúndu. Þaó gera 36 kílómetrar á klukku- stund. Að mati jarðfræóinganna Páls Imslands og Karls Grönvolds er það álíka hraði og væri á nýju hrauni viö höfuðborgina í dag. Því myndi hraunelfan geta náð efstu byggðum borgarinnar á fáum klukkustundum. Því má bæta við að hraunrennsli herðir á sér í halla. „Það hefði slæmar afleiðingar fyrir höfuðborgarsvæðið ef gysi í Bláfjöllum, Hólmshraunum eða Hengli," segir Páll en bætir við að hraun fýlgi landslagi og leiti sér leiða um lægðir og dali. Ef eldgos brytist út í Húsfelli, Búrfelli eða Trölladyngju gæti hraun runnið niöur Kúagerði og yfir Reykjanesbraut, yfir álverið í Straums- vík, rafstööina við Hamranes og nýjustu byggð Hafnfirðinga sunnan við Reykjanesbraut sökum þess hve Reykjanesskaginn er mjór sunnan við Hafnarfjörð. í miklum hamförum á þessum slóðum gæti hraun einnig náð til byggðar í Garðabæ og yfir Álftanesið. Undir íbúðahverfum í Breiðholti, Selási og Grafarholti eru gamlar sprungur sem að mati Páls gætu allt eins rifnað upp. „Við þekkjum 36 SKÝ HAMFARIR í HÖFUÐBORGINNI UÓSMYND SAMSETT ÚR MYND UM PÁLS STEFÁNSSONAR OG RAGNARS TH. SIGURÐSSONAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.