Ský - 01.12.2001, Síða 45

Ský - 01.12.2001, Síða 45
um. Það var einmítt gert nú nýlega þegar mikil selta settist á ein- angrara og olli truflunum. Við heppilegar aðstæður myndi gjóskan að öllum líkindum fjúka af án þess að valda truflunum. Þetta gæti í besta falli verið dagsverk en auðvitað lengri tími ef um stórfelld- ar hamfarir væri að ræða.” Að stööva rafmagnsflutning til stóriðju á Stór-Reykjavíkursvasð- inu hefði stórfellt tjón í för með sér fyrir samfélagið, samanber það sem gerðist eftir gosið í Vestmannaeyjum. Örn segir Landsvirkjun ekki vera skaðabótaskylda vegna skerðingar á raforkuafhendingu af völdum stórfelIdra náttúruhamfara, ákvæði þess efnis eru í orku- sölusamningum. Þorgeir Einarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að gera megi ráð fyrir aö við náttúruhamfarir dragi verulega úr atvinnustarfsemi eða hún stöövist aiveg. Það ylli því að þörf höfuðborgarsvæðisins fyrir vatn og rafmagn minnkaði til muna. „Ein af fyrstu forvarnarað- gerðum Orkuveitunnar við náttúruhamfarir er að biðja almenning og fyrirtæki aó spara bæði vatn og rafmagn. Fjöldahjálparstöðvar, ásamt sjúkrahúsum og mikilvcegum stofnunum hafi forgang sé þörf á skömmtun vatns eða rafmagns í neyðarástandi. „Það má reikna með að neysluvatnsþörfin félli niður um helming af venjulegri dags- þörf,” segir Þorgeir. „í neyðarástandi eru heldur ekki gerðar sömu kröfur til gæða drykkjarvatns. Því væri unnt að nýta fleiri vatnsból en þau sem ekki uppfylla ströngustu kröfur til vatnsgæóa og ráð- leggja fólk að sjóða vatn fyrir neyslu. [ neyðarástandi kæmu kalda- vatnsgeymar á vatnsöflunarsvæðum og í dreifikerfi sér einkar vel til miðlunar sem og öryggisbirgðir m.a. til eldvarna. Geymslurýmið í dag er um t!u þúsund rúmmetrar vatns sem myndu duga til miðl- unar í hálfan sólarhring með vatnssparnaði.” Á heimilum á höfuðborgarsvæðinu er að öllu jöfnu haldið hita- stiginu 21 til 25°C. Ef stöðvun yrði á rennsli hitaveitukerfa kóln- uðu hús niður á nokkrum sólarhringum. Ef slíkt gerðist á kaldasta tíma ársins þyrfti að tæma hita- og neysluvatnskerfi til að koma í veg fyrir hættu á frostskemmdum. Eins gæti húsnæði þá orðið óíbúðarhæft sökum kulda. „Hitaveitustokkarnir sem liggja þvert yfir Elliðaárdalinn eru aðaltenging í tankana í Öskjuhlíð. Um er að ræða tvær pípur sem báóar gætu auðvitað gefið sig ef hraunþungi bryti stokkana. Við höfum nokkrar birgðir af heitu vatni í tönkun- um þar og á Grafarholti og reyndum að hafa hraöar hendur við að leggja nýjar leiðslur ofanjarðar ef með þyrfti. Auk þess er hluti af jarðhitasvæðunum innan borgarmarkanna og hasgt að tengja milli svasða og þannig framhjá bilunum. Við neyðaraðstæður eins og eld- gos og hraunrennsli rétt við borgina má þó gera ráð fyrir að mikill hluti íbúa svæðisins yrði fluttur á brott, þannig að orkunotkun væri væntanlega mjög lítil miðað við það sem venjulegt er," segir Þorgeir og bætir við: „í neyðartilvikum gæti einhver hluti borgar- búa orðið tímabundið fyrir óþasgindum vegna rafmagnsleysis eða skorts á heitu og köldu vatni, en ég tel ólíklegt að allt höfuðborgar- svæðið yrði rafmagns- eða vatnslaust dyndu slíkar hamfarir yfir. Við stórfelldar hamfarir má líka telja líklegt að borgarbúar hafi þegar yfirgefið heimili sín.” En höfuðborginni stafar ekki eingöngu hætta af eldstöðvum á Reykjanesskaga. í aðeins 114 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík hefur Snæfellsjökull blundað í 1700 ár en samkvæmt jarðsögunni hefur hann einmitt gosiö á um það bil 1700 ára fresti. Snæfellsjök- ull gleður augað við sjóndeildarhringinn en hann er miskunnarlaus ófreskja og stórhættulegt eldfjall sem getur sprungið í loft upp hvenær sem er líkt og St. Helens-fjall í Washington-ríki gerði í morgunsárið 18. maí 1980. Á nokkrum andartökum sprakk norð- „íslendingar vinna lítið í forvörnum með tilliti til þess hvað náttúran getur gert okkur fyrirvaralaust, því við lifum jú í landi náttúruhamfaranna." Páll Imsland jarðfræðingur urhlið fjallsins og hraun, ís, klettar og eiturgas ruddust niður og eyðilögðu 150 ferkílómetra lands og lífríkis á augabragði. „Höfuðborgarsvasðið gæti orðið fyrir mikilli röskun ef Snæfellsjök- ull spryngi í norðlasgri vindátt með mikilli gjósku,” segir Páll Ims- land. „Það er aldrei hasgt að fullyrða um neitt þegar kemur að eld- gosum og því gæti orðið stórgos í Snæfellsjökli allt eins á morgun.” FÓRNARLÖMB TIL ÚTLANDA í náttúruhamförum geta rúður sprungið, veggir og jafnvel hús hrun- ið og eldur brotist út. Því má allt eins reikna með því að fjöldi fólks myndi hljóta fót- eða handleggsbrot, skurðáverka, höfuðhögg eða brunaáverka yrðu ógnandi hamfarir í höfuðborginni. Þá er ónefndur sá möguleiki að menn láti lífið í hamförunum. Hætt er við að menn verði undir vörustöflum, bílum, fái þunga höfuðáverka eða hjartaslag við ósköpin. Jón Baldursson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi segir ekki þurfa mikið að fara úrskeiöis svo að spítalarnir ráði ekki við aðstæður. „Við gætum kannski tekið inn fimmtíu slasaða í fyrstu lotu, en það færi auðvitað eftir áverk- um. Ef margir eru brenndir höfum við lítil úrræði og sama á við um þá sem kremjast undir rústum eöa fá farg yfir sig og þar af leiðandi nýrnaskemmdir. Við höfum ekki það mikið af gervinýrum til um- ráóa. Sama á við ef margir þyrftu að dvelja á gjörgæslu, þá lentum við í miklum vanda, og eins ef margir þyrftu á okkar takmarkaða magni öndunarvéla að halda." Hann segist óttast mest að ef eld- gos yrði nærri borginni legði mikinn mökk eiturefna og gjósku yfir borgina og þá yrði lífið erfitt í Reykjavfk. „Það er útilokað að lifa í miklu öskufalli og gjósku. Heilbrigðiskerfið hér er vissulega gott en það ræður ekki við hvað sem er. Við myndum ráða við almenn meiðsl, eins og beinbrot, en eins og áður segir ekki bruna eöa nýrnabilun. Ég sé fyrir mér að væru margir brenndir þyrfti að fá aðstoð nágrannalandanna og senda sjúklinga út með sjúkraflugi. En skuggalegustu hliðar jarðhræringa eru þegar hús hrynja og manntjón verður. Þá er einnig hætta á að þungir hlutir eins og sjónvörp, bókahillur og annað lendi á höfði fólks með hörmulegum afleiðingum.” En þótt flestir kvíði slíkum hamförum sem grimmilegt eldgos getur verið, eru þeir til sem hafa lifibrauð sitt af eldgosum og hlakka hálfpartinn til. Einn þeirra er kvikmyndatökumaðurinn Vilhjálmur Knudsen. Og sá kvíöir öðru en við hin. „Já, verði gos við eöa í Reykjavík sjálfri verður alveg ægilega erfitt að ná myndum og fá að sinna hlutverki sínu. Ætli maður þyrfti ekki að fá sér mótor- hjól til að komast framhjá öllum öryggisvörðunum og lögreglunni sem hleyptu hvorki flugvélum á loft né kvikmyndatökumönnum um götur sem lægju að gosstöðvunum. Það er mín martröð.” Þórdís Lilja Gunnarsdóttir er biaðamaður Skýja HAMFARIR í HÖFUÐBORGINNI SKÝ 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.