Ský - 01.12.2001, Side 49

Ský - 01.12.2001, Side 49
KATRÍN THUY-NGO Fædd ‘63, í Hai Phong í Norður-Víetnam 9 ára: Bandaríkjaher varpar sprengjum á barnaskólann hennar 1972 Kom til íslands 1991 Reykur fer um himininn, húsin hrynja alit í kringum þig. Eldar loga, fólk veinar, kallar og grætur. Dáiö fólk, hendur og aörir líkamshlutar liggja á víö og dreif og peningar fjúka um göturnar því ein sprengja hefur lent á banka. En þaö er öllum sama, fólkið bara hleypur. Enginn farangur, bara það allra verðmætasta sem mamma getur borió. Allir krakkarnir hlupu niöur í kjallara meö kennurunum þegar loftvarnarflauturnar byrjuðu og svo heyrðum við í flugvélunum. Sprengjurnar lentu allt í kring- um okkur og kjallaraveggirnir og loftið hristist. Þegar við komum upp var hin skólaálman sprungin í loft upp og allir krakkarnir og kennararnir þar dánir. Mamma heldur í höndina á mér og systir mín. Ég er níu ára og við hlaupum saman út úr borginni. Það er ekkert hægt að gera nema bara hlaupa. Hlaupa og biðja til Guðs. Auðvitað hatar fólk þá sem koma til landsins þeirra til þess eins að sprengja, lama efnahaginn og drepa fjölskyldu manns og vini. Stríðsfréttir í dag kalla fram hjá mér hroll, tár og slæmar minning- ar. Ég vorkenni fólkinu sem varð fyrir árásunum á Bandaríkin. Og vesalings fólkinu í Afganistan. Það er saklaust, dauðhrætt og bjargarlaust. Kemst ekki burt, btður eftir því að deyja. Ég held að enginn vilji stríð. Stríð er dauði, það eyðileggur allt. STRÍÐ SKÝ 47

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.