Ský - 01.12.2001, Síða 54

Ský - 01.12.2001, Síða 54
WESAM ADEL AHMED KATHIR Fæddur 1.8.’75 í Shaat Al-arab, nærri borginni Basra í Suður-írak 5 ára: Stríð brýst út á milli Iran og írak 15 ára: Bandamenn ráðast á írak Kom til íslands í desember 1999 Flugskeytin koma yfir eyðimörkina, frá hafinu eða beint af himnum ofan. Stundum fljúga þau framhjá, stundum lenda þau eöa sþrengjurnar á þorpinu þínu. Dáið fólk liggur á götunum, húsin brenna, reyk- urinn stígur til himins. Hundarnir og flugurnar fara strax í þá sem falla og þegar sprengjuregninu lýkur hleypur fólkið til og reynir að finna mömmur sínar, pabba, systkin og böm, tTnir saman líkin. Sprengjuflugvélarnar fljúga svo lágt að þú sérð flugmennina. Þú hrópar til þeirra í gegnum gnýinn: Af hverju gerið þið okkur þetta, það eru bara fjölskyldur hérna! Og þú hrópar til Guðs: Hjálpaðu okkur! Svo fær maöurinn fyrir aftan þig sprengjubrot í sig og dettur niður. Fólk deyr allt í kringum þig og þú hugsar: Af hverju er ég hérna núna? Ég ég vil bara lifa. Og þú óskar þess að það sé hvergi stríð í öllum heiminum. Allt var sprengt í Persaflóastríðinu. Skólar, heimili, sjúkrahús, brýr og vegir. Ég er á móti árásunum á Bandaríkin en þetta er það sem við höfum verið að upplifa í áratugi í heimalandi mínu. Blóði okkar er úthellt og framtíö okkar eyðilögð og allri heimsbyggöinni virðist sama. Hvert einasta barn fætt í írak síðustu tíu árin þekkir ekkert annað en skort út af viðskiptabanninu, engar flugsamgöngur og árásir Bandaríkjamanna. Krakkarnir læra að meðhöndla skotvopn í skólanum þrettán ára og Banda- ríkjamenn eru ennþá að gera árásir á írak. Stríð þýðir dauði og þjáningar. Landið þitt hverfur aftur til steinaldar og framtíð fólksins er þurrkuð út. Það sem situr eftir er hatur í garð óvinarins og reiði út í heimsbyggðina fyrir að láta þetta viðgangast, þeir sem þú hefur misst, martraðirnar. Þú vilt ekki muna þetta, en þú getur ekki gleymt því. 52 SKV STRÍÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.