Ský - 01.12.2001, Qupperneq 65

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 65
KRÓNUSPEKI „HAGSÝNI í HEIMILISHALDI" - er eitthvað sem þarft er að kenna,“ segir Jóhannes Gunnarsson Hún er liöin sú tíð þegar íslendingar lögðu fyrir og keyptu fyrir reiðufé húsmuni, heimilistæki eða utanlandsferðir fyrir fjölskyld- una. Þótt enn lifi kynslóðir sem vöndu sig á þetta eina sanna sparnaóarráð fer þeim fækkandi sem halda sig við gamlar hefðir. Nú geta nefnilega flestir eignast það sem hugurinn girnist án þess að leggja út krónu við afhendingu varningsins. Draumurinn rætist fyrr með neyslulánum bankanna og greiðslukortunum sem bjóða boðgreiðslur, léttgreiðslur og raðgreiðslur. Þó eru ekki allir jafnfær- ir um að stilla löngunum sínum í hóf og því geta þær á endanum sligað budduna. En er hægt að læra að fara betur með peningana sína? Já, því í ársbyrjun 2002 ætla Neytendasamtökin að fara af stað með námskeið í fjárhag heimilanna og því sem betur má fara í heimilisbókhaldinu. „Það verður farið yfir mikilvægi þess að halda vel utan um heimil- isútgjöldin og fólki hjálpað að finna sparnaðarleiðir. Hagsýni í heim- ilishaldi er eitthvað sem þarft er að kenna,” segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna. „Við leggjum áherslu á aó lækka nauðsynlega kostnaðarliði eins og matarreikninginn, símann og bensínið. Kennum fólki líka aó láta tekjur og útgjöld mætast." Á námskeiðinu verður líka farið inn á þann fjanda að skulda mik- ið og sýnt svart á hvítu hvað það raunverulega kostar að skulda. „Vextir og dráttarvextir eru mismunandi eftir lánaflokkum. Lífeyris- sjóðslán eru hagstæðustu lánin í dag, en skuldabréf og ég tala nú ekki um greiðsludreifingar greiðslukortafyrirtækjanna og yfirdráttur á tékkareikningum kosta stórar upphæðir þegar upp er staðiö. Heimilin verða að meta hversu miklar skuldir það ræður við. Ef stað- an er orðin það slæm að bankarnir vilja ekki lána meira eða skuld- breyta lánum er afar óskynsamlegt að beeta raðgreiðslum ofan á skuldastöðuna. Því fari menn að skulda hlaðast upp dráttarvextir og þá byrjar að rúlla bolti sem mjög erfitt er að stoppa." Að sögn Jóhannesar hafa Neytendasamtökin áður staðið fyrir sams konar námskeiðum og þátttakan alltaf verið góð. „Þörfin fyr- ir svona námskeið er til staðar og fer vaxandi. Nú siglum við ís- lendingar inn í djúpan öldudal og tekjur eiga eftir að dragast sam- an. Þorri heimilanna í landinu á eftir að finna fyrir allverulega minnkandi kaupmætti. Því þarf að vera vakandi yfir því hvernig laga má heimilisbókhaldið svo hægt sé að lifa.“ Jóhannes bendir á að íslendingar hafi alltaf tekið nýjungum glaðlega hvort sem það er vöruframleiðsla eða lánamöguleikar. „Það eimir enn eftir af þeim þankagangi sem fylgt hefur lands- mönnum um langa hríð og það er að vinna bara meira ef skulda- halinn vex. Mér finnst þetta of ríkt í hugsun of margra. Þegar kreppir að versna atvinnumöguleikar. Því er ekki hægt að redda sér með meiri vinnu, hún stendur einfaldlega ekki til boða þótt bæði geta og vilji séu til staóar." AÐ VERÐA RÍKUR? Láttu þá bankann borga fyrir þig reikningana Geymirðu stundum reikningana þangað til þú færð síðustu viðvörun? Langar þig um leið til að spara tugi þúsunda á ári án þess að gera neitt annað en greiða reikningana á réttum tíma? Þá er kominn tími til að vera með í einni best heppnuðu og vinsælustu þjónustu bankanna sem er svonefnd útgjaldaþjónusta. í kringum 1990 hófu flestir bankar að bjóða útgjalda- þjónustu sem húsfélagaþjónustu, sem svo þróaðist út f greiðsluþjónustu fyrir einstaklinga um 1993. Fjöldi íslendinga sem hafa nýtt sér þessa þjónustu hefur farið ört vaxandi og margfaldast reyndar frá ári til árs, enda hafa flestir viðskiptavin- anna á orði að þeir hafi eignast annað og betra líf eftir að bankarnir tóku að sér að borga heimilisreikningana fyrir þá. Markmiðið meö útgjaldadreifingu er að dreifa útgjöldum ársinsjafnt yfir árið þannig að sama upphæð sé greidd um hver y\ mánaðamót og losna þannig við mánaðarlegar sveiflur. Best er að setja öll föst mánaðarleg og árleg gjöld í útgjalda- ' V dreifinguna en margir nota hana einnig til að safna fyrir utanlandsferð, fermingu eða brúðkaupi. Skynsamlegasta ákvörðunin Það er einfalt og ákaflega skynsamlegt að byrja í útgjaldaþjónustunni. Forsendan er þó sú að viðkom- andi sé með launareikninginn sinn hjá viðkomandi banka. Farið er með afrit af síðustu greiðsluseðl- um til þjónustufulltrúa sem fer yfir útgjöldin sem viðskiptavinurinn vill að fari í dreifingu. Sé greiðslubyrði of há í upphafi er reynt að taka til í fjármálunum með nýjum lánum og/eða eldri lánum skuldbreytt. Að því loknu er heildargreiðslubyrði næstu tólf mánaða reiknuð út og henni deilt í fjölda mánaðanna. Talan sem kemur út úr því er föst mánaðarleg greiðslubyrði heimilisins sem fjölskyldan greiðir um hver mánaðamót. Þaö er til alls að vinna. Auk þess að vera meö hreint blað í bankanum sparast tími, pappír, vanskilagjöld og dráttarvextir. Því fitnar veskið. Það eina sem þarf að gera er að munda gatarann og koma skikki á reikn- ingamöppuna heima þegar umslagið með greiddu reikningunum kemur frá bankanum. Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON SKÝ 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.