Ský - 01.12.2001, Page 74

Ský - 01.12.2001, Page 74
Guðlaug Halldórsdóttir: „Miðbærinn er hjarta Reykjavíkur, hann er kjarn- inn sem maður leita að í öllum borgum og hann skiptir máli. Þar á að vera allt til alls. Ég er mikil miðborgarmanneskja og hef óbilandi trú á miðborg Reykjavíkur." Dýrleif ýr Örlygsdóttir: "Það besta við miðborgina er að hún er skemmti- leg blanda af stórborgarsamfélagi og sveitaþorpi. Þrátt fyrir mikið úrvai af afþreyingu og menningu í miðPorginni eru vegalengdir á milli staða nánast engar. Hér eru gömul hús með sál og rótgróin hverfi. Hér er allt sem ég þarfnast og meira til, og hér finnst mér best að vera." Hallgrímur Helgason: „Ég held að „200 Kópavogur" hefði bara ekki orðið nógu skemmtileg skáldsaga..." Jakob Jakobsson: „Miðbærinn hefur það fram yfir aðra kjarna að hann var ekki byggður á einum degi. Hann hefur fengið að þróast í rólegheitum með mannlífinu. Það er gott að búa í mið- bænum. Hann stendur alltaf eftir."

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.