Ský - 01.12.2013, Page 18
NORÐMAÐURINN MAGNÚS CARLSEN
HEIMSMEISTARI í SKÁK:
EIN STAKT
MINNI
Magnús Carlsen segir aö bestu skákir Bobbys Fischer séu snilld.
Hinn ungi norski skákmeistari tekur skákstíl Fischers sér til fyrirmyndar. En lýkur samanburöinum þar?
Magnús Carlsen kemur ókunnug-
um fyrir sjónir eins og hver
annar menntaskólastrákur. Við
skákborðið minnir hann á stúdentsefni,
sem er að þreyta próf í eðlisfræði. Hann er
einbeittur en ástríðan fyrir skákinni virðist
ekki vera eins og var hjá Bobby Fischer.
Magnús heldur ró sinni - Fischer var
órólegur. Þetta er bara íþrótt í augum
Magnúsar.
Hann situr svolítið skakkur í stólnum en
er alls ekki að fara á taugum. Og hann
kvartar ekki í sífellu undan aðstæðum og
virðist ekki óttast njósnir og óþverrabrögð.
Skákstíll þessara tveggja manna er ef til vill
líkur en mennirnir eru ólíkir.
FEIMINN MENNTASKÓLASTRÁKUR
Eg hef tvisvar talað við Magnús. I fyrra
sinnið var hann aðeins 17 ára gamall en þó
orðinn umtalaður sem efnilegasti skák-
maður heims. Þá var faðir hans með
honum og svaraði flestum spurningunum.
Magnús svaraði bara „já“ og „nei“ og „ætli
TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: ÝMSIR
það ekki“ og virtist alveg upptekinn af
skákinni.
Faðir hann sagði að skákáhuginn hefði
ekki komið fram fyrir alvöru fyrr en sonur-
inn tók að nálgast 10 ára aldurinn. Börn
þurfa ekki endilega að byrja að tefla í leik-
skóla til að ná langt. Ferill Magnúsar sýnir
það.
En faðirinn sagðist engu að síður
snemma hafa tekið eftir að Magnús var
ekki alveg eins og önnur börn. Hann
virtist hafa ótrúlegt sjónminni og búa
yfir hæfileika til að sjá fyrir sér mynstur,
myndbrot og samhengi sem aðrir krakkar
sáu ekki.
PÚSLAÐI Á VIÐ FULLORÐNA
Þetta kom í fyrstu fram í ótrúlegum hæfi-
leikum í púsli. Allir vita hve ergjandi það
er að raða upp púsluspili þar sem allir
kubbarnir eru nærri því eins. Hálf myndin
er bara himinn með fáum skýjum og gátan
nær óleysanleg. Venjulegt fólk reytir hár
sitt og fórnar höndum.
En þarna virtist sem Magnús þyrfti bara
að horfa á myndina og svo á kubbana og
þá lá lausnin eins og ljós fyrir. Hann stóð
ekki bara jafnöldrum sínum framar í
púslinu heldur og fullorðnu fólki.Til að
geta þetta þarf einhvern sjónrænan hæfi-
leika sem fáum er gefinn, hæfileika til að
meðtaka mikið magn upplýsinga á skömm-
um tíma og koma röð og reglu á þær.
Þessi hæffleiki kom snemma fram.
Magnús var bara tveggja ára þegar hann
leysti púsluspil með 50 kubbum. Púslið
vakti líka áhuga á Lego-kubbum. Fimm
ára gamall réð Magnús við Lego-bygg-
ingasett ætluð 14 ára unglingum. Hann las
ekki leiðbeiningarnar en sá af myndunum
hvar kubbarnir áttu að vera.
LÆRÐI AF BENT LARSEN
Þetta varð til þess að Henrik faðir hans
sýndi honum tafl. Það vakti ekki áhuga
snáðans fyrr en síðar og hann telfdi fyrst á
krakkamóti nær níu ára gamall. Arang-
urinn á mótinu var rétt yfir meðallagi en
18 SKÝ 6. tbl.2013