Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 9

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 9
FORSPJALL Undanfarin ár hef ég svo að segja daglega ski'ifaö pistla í Alþýöublaðið um daginn og veginn og mun að öllu forfallalausu gera það áfram. í þessum pistlum hef ég gert aö um- ræðuefni fjölda margt úr daglega lífinu og hefur tekist að gera almenning, sem les blað- ið, að þátttakendum í þessu starfi. Eg veit aö ýmsir hafa klippt þessa pistla úr blaðinu og límt þá inn í bók. Sýnir það, að fólki hef- ur þótt gaman að þeim. Eg hef nokkrum sinnum fengið áskorun um að gera útdrátt úr þessum pistlum og gefa þá út í smákveri. Mér hefur ekki þótt taka því, en í byrjun þessa árs var ég mjög hvattur til að skrifa pistla um ástandsárið 1941 og þessi smábók er afleiöingin af þess- ari áskorun. Eg hef tekiö þessa bók saman allt þetta ár, smátt og smátt. Af nógu hefur verið að taka, en flestu hefur orðið að sleppa. Það vakti fyrir mér að gefa sem bezta hug- mynd um ástand þessa merkilega árs, rekja ýmsa atburði, drepa á það, sem talaö hefur verið um, bæði í alvöru og gamni, draga upp myndir af fóikinu og hugðarefnum þess. Eg

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.