Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 70

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 70
68 við erum orðnir auralausir og siglum, og svo endurtökum við aftur sama leikinn”. Silkihanzki utan yfir stálkrumlu. Seint í sumar er leið var haldinn fundur í háskól- anum. Rætt skyldi um ástandsmálin. Bisk- up landsins flutti þar áhrifamikla ræðu. Skýrði hann frá því að leitað hefði verið til kirkjunnar um að veita forystu hagkvæmum varnarráðstöfunum. Sagði hann þetta vera venjuna, að biðja kirkjuna að bjarga, þegar í óefni væri komið. En þetta væri ekki nóg. Því aðeins gæti kirkjan eitthvað að gert, að henni væri veittur öflugur stuðningur. „Ef hinir veraldlegu höfðingjar fara að sækja kirkjurnar, ef þið ráðherrar, kennarar, rit- stjórar og blaðamenn komið í kirkju og styðjið starf hennar, þá mun vald kirkjunn- ar til góðra áhrifa aukast um allan helm- ing”. Þetta sagði biskup og hann sagði enn- fremur: „Það verður að koma með útrétta höndina til þeirra systra og bræðra, sem leiðst hafa afvega”. Jónas Jónsson talaði næstur á eftir bisk-

x

Árbók Hannesar á horninu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.