Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Side 54
54 Pétur: Þú leikur hlutverkið alveg í botn. Kjartan: Hvaða hlutverk? Pétur: Hommahlutverkið. Kjartan: Ég er ekki að leika homma. Ég er hommi. – Pabbastrákur, Hávar Sigurjónsson. Frá örófi alda hefur leiksviðið verið helg vé, einskonar hliðarheimur þar sem allt er mögulegt og reglur raun veru leik ans falla úr gildi. Því er ekki að undra að sviðs listirnar hafi alltaf heillað hinsegin sam félagið og verið því griðarstaður. Nú sem aldrei fyrr standa ís lenskar svið slistir á tíma mótum. Kröfur um inn- gildingu minnihlutahópa innan veggja leik húsanna hafa sjaldan verið háværari en nú og baráttu málin mörg. Þá er gott að líta til sögunnar, horfa yfir farinn veg, staðsetja okkur í samtímanum og velta framtíðinni fyrir okkur. Sviðslistirnar og hinsegin samfélagið nærast á reynslu og þekkingu þeirra sem á undan komu. Í því samhengi vil ég benda á tímamótaviðtal Þorvalds Kristinssonar við Viðar Eggertsson frá árinu 1999 sem má finna á heimasíðu Samtakanna ‘78 undir titlinum „Leik hús gesturinn er hvorki tepra né ein feldingur“. Þessi grein er einskonar sjálfstætt fram hald af ofangreindu viðtali. Hér er ekki um að ræða ítarlega greiningu á hin segin leikhúsi á Íslandi heldur djarft valhopp á milli örfárra við komu staða. Við drögum leiktjöldin frá, bjóðum öll vel komin í leikhús til að upp götva fjöl- breyti leika íslenskrar sviðslistasögu, hvet jum rann sakendur til að gefa mála- flokknum gaum og viðrum nokk - rar skoðanir. Falin og órannsökuð fortíð Eins og fram kemur í viðtalinu við Viðar, sem stofnaði EGG-leikhúsið 1981, var leikur að kynhlutverkum og kynhegðun hluti af íslenskri sviðslistamenningu frá upphafi. Þar má helst telja kvenhlutverk leikin af karlmönnum, til dæmis á með- al nemenda Latínuskólans. Sú hefð skapað ist að Grasa-Gudda í Skugga- Sveini Matthíasar Joch ums sonar væri leik in af karl manni, stundum með leik- konu í hlutverki Gvends smala. Sömu- leiðis mótaðist snemma sú lág kúru lega hefð að skella karlmanni í kjól og gera kvenlegan ef kreista þurfti hlátur upp úr áhorfendum. Leikir að kynjahlutverkum og kyn- gervum í íslenskum sviðslistum eru efni í heila bók en við höldum okkur við einstök dæmi um þátttöku hinsegin fólks og birtingarmyndir þeirra á ís- lensku leiksviði. Þá er gott að byrja á einni vinsælustu gamanleikkonu Íslands á fyrri hluta 20. aldar, Gunnþórunni Hall dórs dóttur, sem lék yfir 150 hlut- verk á langri starfsævi og er einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur. Hún og Guðrún Jónasson, borgar full trúi Reykja víkur borgar, voru sambýlis konur alla tíð við Amtmannsstíg 5, ráku saman verslun og heimili steinsnar frá Iðnó og Fjalarkettinum. Saga þeirra er að mörgu leyti óskrifuð en áhrif þeirra á íslenskt menningarlíf var töluverð, má geta þess að þegar Gunnþórunn varð áttræð hélt Þjóðleikhúsið hátíð henni til heiðurs. Kvennasögusafn varð veitir skjala safn þeirra beggja. Þegar kemur að sviðsetningu á hin- segin fólki er aðeins flóknara að fylla inn í eyðurnar. Leiktextinn er auð- vitað til staðar, sem dugar stundum, en túlk un leikaranna er oftar en ekki týnd sögunni. Þann 13. nóvember 1961 frum sýndi leikhópurinn Gríma Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre í Tjarnarbíó. Þetta laugardagskvöld birtist mögu lega fyrsta lesbían sem karakter í ís lensk ri leiksýningu. Kynhneigð Ines fer ekki á milli mála í leikverkinu en engin önnur en goðsögnin Kristbjörg Kjeld lék hlutverkið. Stór þáttur í mínu starfi við Leik minja- safnið er að rannsaka íslenska sviðs- listasögu og skrásetja. Hljóð upptökur af eldri leiksýningum eru ómetan leg heimild um listrænar ákvarð anir og túlkanir, sem stundum koma flatt upp á mann. Þann 17. mars 1964 frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur þrjú stutt leikrit eftir Dario Fo undir titli num Þjófar, lík og falar konur sem sló í gegn. Í þriðja leikritinu, Nakinn maður og annar í kjólfötum, má finna ansi merki legt augnablik. Sigríður Jónsdóttir HINSEGIN Á ÍSLANDI SVIÐSLISTIR Leyndardómar fortíðarinnar og listrænt hugreki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.