Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I H vað er íþróttahús? Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er það hús sem er sérstaklega ætlað fyrir íþróttaiðkun og er það hvorugkyns nafn- orð. Það segir okkur samt ekki mikið um húsin og starfsemi innan þeirra í dag. Á árum áður voru þessar klassísku íþróttir stundaðar innan veggja íþróttahúsa. Þetta eru auðvitað handbolti, körfubolti og sumar af frjálsu íþróttunum. En starfsemin hefur breyst talsvert í gegnum árin. Íþróttahús hafa stækkað gríðarlega og margar grein- ar hafa verið færðar undir eitt þak. Meira að segja knattspyrna er komin í skjól yfir vetrartímann. Íþróttahús rúma orðið miklu meira en hefðbundið íþróttastarf. Það er ánægju- legt að sjá að starfsemi húsanna hefur þró- ast í samræmi við breytingar á íþróttastarfi og þarfir iðkenda hverju sinni. Vissulega tek- ur tíma að koma nýjum greinum undir þak með þeim klassísku. Forsvarsfólk þeirra greina sem þar eru fyrir getur staðið í vegi fyrir þróuninni, jafnvel þótt iðkendum þeirra hafi fækkað en fjölgað á móti í þeim jaðar- greinum sem vilja komast í hlýjuna og tryggt skjól. En mörkin eyðast með tímanum og á endanum vill það oft verða að jaðargreinar verða eins og síðasta lag fyrir fréttir. Ef vel tekst til verða íþróttahús eins konar félagsmiðstöðvar, hjarta félagsstarfs. Fátt gleður mig meira en að sjá fólk á ýmsum aldri í íþróttahúsum ræða málin og njóta þess að hreyfa sig saman. Þegar það ger- ist þjóna íþróttahúsin hlutverki sínu. Það tekur tíma að gera íþrótta- hús að félagsmiðstöðvum. Sú þróun er árangur af áralöngu starfi þar sem íþróttafélög og sveitarfélög snúa bökum saman með það mark- mið að virkja sem flesta í reglubund- inni hreyfingu. Leikskólastjórnend- ur hafa sótt í íþróttahús fyrir skipulagt starf ungra barna, börn og ungmenni sækja íþróttahúsin bæði innan og utan skólatíma og sú hefð hefur líka skapast í mörgum sveitarfélögum að eldri borgarar sækja í íþróttahúsin til að hreyfa sig á eigin vegum eða undir leiðsögn þjálfara. Ekki er lengur hægt að reisa íþróttahús eftir gömlu, stöðluðu ríkisteikningunum. Íþróttahús eru fyrir alla. Íþróttahús er vel heppnað þar sem starfsemin er fjölbreytt og öll hönnun og allt skipulag er í samráði við íþróttahreyfinguna og iðkendur á hverj- um stað. Við megum ekki loka augun- um fyrir mismunandi þörfum fólks. Þvert á móti þurfum við að hlusta á óskir, skoða þörfina á hverjum stað og hverjum tíma, reyna að rýna í jaðarinn og horfa með því móti fram í tímann. Þá fyrst getum við farið að byggja. Guðmunda Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA) og situr í varastjórn UMFÍ. Efnisyfirlit 14 Eignaðist vini fyrir lífstíð hjá UMFÍ – Anna R. Möller 30 Gríðarlega mikið um hagræðingu úrslita í heiminum 36 Vísbendingar um aukið brottfall úr íþróttastarfi Leiðari Íþróttahús fyrir alla 20 Bylting í byggingu íþróttamannvirkja 6 Ánægja með fyrstu skýrsluskil í nýju kerfi 8 Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ 10 Krakkarnir koma öflugri heim frá Laugarvatni 12 Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt 13 Íþróttaveisla UMFÍ 20 Ýmis íþróttamannvirki á Íslandi 21 Selfosshöllin slær í gegn – Sveinbjörn Másson 22 Mikilvægt að íþróttamannvirki séu fyrir alla – Jóhanna Íris Ingólfsdóttir 24 Ísfirðinga dreymir um nýtt fjölnota íþróttahús – Dagný Finnbjörnsdóttir 25 Garðbæingar brosa hringinn – Kári Jónsson 25 Ýmis íþróttahús 25 Stefnumótun Reykjavíkurborgar 26 Yngri kynslóðir hafa áhuga á jaðar- íþróttum – Hilmar Ingimundarson 28 Mikilvægt að fatlaðir og iðkendur með sérþarfir fái tækifæri – Sólný Pálsdóttir 29 Vorfundur UMFÍ 32 Forkólfarnir hlutu eldskírn innan raða UMSE 34 Tólf félög stofnuðu UMSE 35 Áhrifin af Covid-19 38 Hvernig sköpum við gott umhverfi fyrir börn innan íþróttafélaga 39 Bull að íþróttir séu ekki pólitískar 40 Gamla myndin: Landsmótið á Húsavík 1987 42 Hvað á að gera við gamla bikara?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.