Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 31
 S K I N FA X I 31 Skipulögð glæpasamtök tengjast íþróttum „Það er ekki spurning um hvort heldur frekar hvenær úrslitum verður hagrætt í íþróttaleikjum á Íslandi. Veltan er orðin gríðarleg í veðmálum á íþróttaleiki og mikið er undir. Skipulögð glæpasamtök eru að færa sig yfir í íþróttirnar. Við í íþróttahreyfingunni verðum því að vera vel á verði því margir telja hag- ræðingu úrslita vera stærstu ógn sem steðjar að íþróttahreyfingunni um þessar mundir,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson hjá Íslenskri getspá og Getraunum. Hann var með erindi um málið á Stefnumóti UMFÍ á Hótel Geysi fyrir ári. Pétur sagði þar veltu á erlendum veðmálasíðum á íslenska knatt- spyrnuleiki hafa aukist gríðarlega á síðastliðnum árum og gæti hún nú numið 1,5–2 milljörðum króna á dag. Hluti aukningarinnar fælist í því að íslensk knattspyrna væri leikin að sumri þegar flestar erlendar deildir væru í fríi og oft væri leikið á mánudögum hér á landi þegar framboð væri lítið af leikjum í öðrum löndum. „Menn halda kannski að fólk í öðrum löndum tippi ekki á íslenska knattspyrnuleiki. En það er fjarri sanni,“ sagði hann og hvatti með sama hætti og framkvæmdastjóri Sportradar alla sem málið varða til að leggj- ast á eitt og koma í veg fyrir svindl. Íþróttahreyfingin léki lykilhlutverk með öflugri fræðslu til íþróttafólks, dómara og forystufólks í hreyfing- unni. Íþróttahreyfingin hefði tekið við sér en stjórnvöld drægju lappirnar. „Stjórnvöld hafa ekki fylgt eftir lögum og reglugerðum til að koma í veg fyrir að erlend veðmálafyrirtæki starfi hér á landi sem ekki hafa til þess heimild og sem leggja ekkert til samfélagsins, greiða enga skatta. Þau hafa til þess margvíslega möguleika en því miður hefur ekkert ver- ið gert, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá forystusamtökum íþróttahreyfing- arinnar, UMFÍ og ÍSÍ. Með því að koma í veg fyrir að Íslendingar geti tippað hjá ólöglegum erlendum veðmálafyrirtækjum geta stjórnvöld minnkað stórlega líkurnar á hagræðingu úrslita í íþróttum á Íslandi.“ Enn beðið viðbragða frá Íslandi Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út skýrslu um málið í janúar árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að vandi íþróttahreyfingarinnar sé m.a. sá að skortur sé á settum reglum innan hennar, sem geri það refsi- vert að íþróttamenn hagræði úrslitum eða hafi óeðlileg áhrif á kappleiki. Fimmtán Evrópuþjóðir samþykktu samning til að taka á hagræðingu úrslita í íþróttum árið 2014 og hafa 30 þjóðir nú gert það. Ísland undir- ritaði samninginn í nóvember 2014 en hafði árið 2018 ekki fullgilt hann. Fram kom árið 2018 að unnið væri að því. Fyrsta skrefið hefði verið að skipa starfshóp árið 2015 sem myndi leggja fram tillögur að því hvað gera þyrfti til að samningnum væri best framfylgt hér á landi. Tillögurnar litu dagsins ljós árið 2018. Síðan þá hefur lítið gerst. Starfshópurinn lagði fram 10 tillögur sem miða að því að vinna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. En lítið hefur gerst síðan þá. Sjá: Hagræðing úrslita í íþróttakeppnum: Alþjóðasamningur Evrópuráðsins um hag- ræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Skýrsla og tillögur starfshóps um innlent og alþjóð- legt samstarf. 694 62 53 47 15 11 9 6 5 1 Fótbolti körfubolti Tennis Rafíþróttir Íshokkí Borðtennis Krikket Blak Handbolti Strandblak Greinar með grunsamleg úrslit (fjöldi grunsamlegra leika) Pétur Hrafn Sigurðsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.