Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 29
 S K I N FA X I 29 Vorfundur UMFÍ fór fram í Borgarnesi laugardaginn 30. apríl sl. Fundurinn var vel sóttur og fóru fulltrúar sam- bandsaðila UMFÍ heim með gott veganesti eftir erindi og fræðslu dagsins enda mikið á dagskránni. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, setti fundinn. Á eftir fylgdi erindi Ragn- heiðar Högnadóttur og Sigurðar Óskars Jóns- sonar, sem sitja í stjórn UMFÍ, um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Að því loknu ræddu Jóhann Steinar og Ragnheiður Sigurðardóttir, starfs- maður UMFÍ, um stöðuna á innleiðingu stefnu- mótunar UMFÍ. Guðmunda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍA og stjórnarmaður í UMFÍ, ræddi við fundargesti um pælingar um íþrótta- héruð og stjórnarmennirnir Guðmundur G. Sigurbergsson og Lárus B. Lárusson fræddu fundargesti um sölu á þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík og hvað taki við. Að lokum sögðu Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, og Valdimar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri UMSK, frá viðburðunum í sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.