Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I starfsmönnum eða ungmennum út. Kannski er það að sækja um svona styrki og halda utan um verkefnið erfitt. Hreyfingin hefur bara ekki haft mannafla í það. Oft er meira en nóg að hafa fólk í þennan daglega rekstur. Það sem við héldum í upphafi að yrði mikil lyftistöng fyrir hreyfinguna varð ekki raunin.“ Ný íþróttaáætlun Evrópusambandsins Anna nefnir líka íþróttaáætlun Evrópusambandsins, en sú áætlun er í dag bara fyrir stóra viðburði. Þar þurfa að vera tólf þátttökuþjóðir og þar fram eftir götunum. Hún segir að það séu svo stórir viðburðir að það sé sjaldgæft. Frá og með 2023 verður breyting, en þá kemur sér- stakur íþróttakafli inn sem er ætlaður fyrir þjálfara og stjórnarfólk, hvort sem það er launað eða ekki. Þar getur það sótt sér menntun og reynslu og verður hægt að sérsníða verkefnin að þörfum hvers og eins en þó innan ákveðins ramma. „Það verður mjög gaman að fylgjast með því. Að vísu er ekki um mjög háar upphæðir að ræða til að byrja með en það mun stigmagnast. Við höfum þó séð að þessi verkefni sem t.d. UMFÍ, HSK, UMSK og ÍBR hafa sótt um hafa skilað góðum árangri. Þar hefur fólk verið að sækja sér reynslu og sjá hvernig hlutirnir eru gerðir annars staðar. UMFÍ og ÍSÍ hafa líka sótt um verkefni saman. Núna eru þau saman með verkefni þar sem ÍSÍ er umsækjandinn og UMFÍ sam- starfsaðilinn. UMFÍ hefur líka sótt um og fengið styrki frá Evrópuáætlun- inni vegna ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði“ sem hefur verið haldin í nokkur ár. Það sem skiptir máli þar er lýðræðisleg þátttaka ungs fólks. Það er ekki víst að þær ráðstefnur hefðu verið haldnar ef styrkir frá áætluninni hefðu ekki komið til.“ Ekki það sem grasrótin vill Anna var kosin í stjórn UMFÍ á sambandsþingi sem haldið var í Kópav- ogi 1997. Hún segir að tilfinning sín sé að þá hafi verið svolítil úlfúð í hreyfingunni. Þá var að hefjast umræða um hugsanlega sameiningu ÍSÍ og UMFÍ. „Komandi frá hreinu íþróttafélagi, Stjörnunni, fannst mér þetta í sjálfu sér ekkert vitlaus hugmynd. En ég var mjög fljót að skipta um skoðun. Ég held að það hafi verið á einum af fyrstu stjórnarfundum mínum, sem haldinn var í Varmahlíð í Skagafirði, en þar komu stjórnir félaganna á svæðinu og hittu stjórn UMFÍ. Eftir að hafa hlustað á fólkið hugsaði ég, þetta er náttúrulega bara tóm della. Þetta er ekki það sem grasrótin vill,“ segir Anna og bætir við: „Við getum sagt sem svo að ég hafi ekki alltaf skapað mér miklar vinsældir innan UMSK af því að ég þótti pínu óþekk. Það má segja að ég hafi farið inn með ákveðin verkefni sem ég sinnti kannski ekki eins og sumir vildu. Við fórum í alls konar vinnu og fundaherferðir og það kom síðan berlega í ljós að sameining ÍSÍ og UMFÍ var ekki á nokkurn hátt inni í myndinni innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Enda flaut það svo smám saman út af borðinu.“ Gaman að taka þátt í unglingalandsmótunum Þegar Anna er spurð hvað henni sé efst í huga frá starfinu í UMFÍ segir hún að það séu líklega unglingalandsmótin. „Það eru viðburðir sem var mjög gaman að taka þátt í. Fyrsta tenging mín við landsmótin sjálf þ.e. eftir landsmótið á Húsavík, var í gegnum fimleikana þegar mótið var haldið í Borgarnesi 1997. Síðan var það haldið á Egilsstöðum 2001 og ég kom að því sem stjórnarmaður. Á þessum tíma tengdumst við stjórnarmennirnir unglingalandsmótunum miklu meira, af því að þá vorum við gjarnan í verðlaunaafhendingum. Við vorum meira þar en á landsmótunum. Í minni stjórnartíð var tekin ákvörðun um að halda ungl- ingalandsmótin um verslunarmannahelgina og einnig að halda þau árlega. Það var staðföst trú manna að þetta væri hægt. Það var mikil umræða um að það væri verið að storka Bakkusi, sem það var alveg. Þetta var náttúrulega gert til þess að skapa ungu fólki skemmtilegan viðburð um verslunarmannahelgina. Frá fyrsta móti hefur það alveg verið ljóst að þetta hefur tekist. Þátttaka foreldranna varð líka svo miklu meiri og það var mjög skemmtilegt að taka þátt í því öllu saman.“ Formaður NSU í tíu ár Hvernig kom það til að þú fórst að starfa í tengslum við NSU og varðst síðar formaður samtakanna? „UMFÍ gekk fyrir löngu í samtökin Nordisk samorganisation for ung- domsarbede, NSU, í gegnum samstarf við DGI í Danmörku sem þá var langstærsti aðilinn. Árið 1998 var Björn B. Jónsson kosinn formaður NSU og eftir það fór ég á fyrsta fund minn sem stjórnarmaður í UMFÍ. Nokkru síðar fluttist skrifstofan til Íslands, en hún fluttist á milli landa á þeim árum. Valdimar Gunnarsson var þá starfsmaður samtakanna. Starfið gekk mikið út á leiðtogafræðslu og þess háttar. Síðan voru norrænu ungmennavikurnar sem gengu mikið út á alls konar fræðslu og þjálfun í félagsstörfum og þess háttar. Þegar Björn tók við sem for- maður UMFÍ tók ég við formennsku í samtökunum. Ég gegndi því embætti í tíu ár, frá 2002 til 2012. Mér finnst hálf sorglegt hvað þátt- taka UMFÍ í samtökunum er orðin lítil. Auðvitað þróast allir hlutir. Kraft- urinn datt reyndar svolítið úr NSU þegar DGI fór úr samtökunum. Aðild- arsamtök NSU voru og eru líka mjög ólík. Þetta voru ungbændur og æskulýðssamtök mikið tengd landbúnaði og þess háttar. Samhljómur- inn fannst mest í þessari leiðtogafræðslu eða þjálfuninni. Það voru haldnir á Íslandi leiðtogaskólar sem voru feikilega vel heppnaðir. Því stjórnaði Valdimar og fékk með sér alls konar fólk þar inn. Það var stórt verkefni að halda utan um þessi norrænu samtök. Í bakpokann voru þetta alveg skemmtilegir tímar.“ Að rýna til gagns Þegar þú horfir til baka, er eitthvað sérstaklega eftirminnilegt úr starf- inu innan UMFÍ? „Mér er í fersku minni og það hefur reynst mér svo vel í gegnum árin sem Þórir Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, sagði við mig. Þetta var í kringum árið 2000 í tengslum við Norræna ungmennaviku á veg- um NSU sem UMFÍ hélt. Þá var Björn B. Jónsson formaður UMFÍ og markmiðið var að fá hingað tvö þúsund ungmenni. Þetta var rosaleg vinna og alls konar bras en samt mjög skemmtilegt. Ég man að ég var í hádeginu uppi á skrifstofu UMFÍ í Fellsmúla og var eitthvað að kvarta. Það var eitthvað sem gekk ekki eins og ég taldi að það ætti að gera og við höfðum fengið einhverja gagnrýni. Þá segir Þórir Jónsson þessa gullvægu setningu sem ég er búin að nota mjög oft. „Anna, ef þú snýrð orðinu gagnrýni við og horfir á að rýna til gagns. Það er bara allt annað orð.“ Hann meinti það að í allri gagnrýni eða athugasemdum geti ver- ið eitthvað sem á kannski alveg rétt á sér. Stundum er það bara sett fram á einhvern hátt sem manni líkar ekki. Þarna gekk þetta út á að taka þetta og snúa þessu við og hugsa aðeins. Þetta hef ég nýtt mér alla tíð síðan.“ Anna kynntist Pálma Gíslasyni formanni líka vel, sérstaklega þegar þau voru að fara á NSU-mótin. „Hann gat haldið uppi heilu kvöldunum með sögum um alls konar UMFÍ-mál.“ Hún bætir síðan við: „Það sem ekki síst situr eftir í starfi innan UMFÍ er að ég hef eignast vini fyrir lífstíð.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.