Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I „Hvar eru fötluðu börnin? Við þurfum að virkja fleiri formenn, stjórnir, deildir og þjálfara í lausnahugsun þegar fatlaður einstaklingur vill stunda íþróttir hjá félagi með ófötluðum. Þetta er hægt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Jóhann hélt ávarp á ráðstefnunni Farsælt samfélag fyrir alla, sem hald- in var í byrjun apríl og var um margt söguleg. Að henni stóð Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðu- neytið og Heilbrigðisráðuneytið. Á ráðstefnunni var leitast við að koma auga á þær áskoranir sem landsmenn standa frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifærum allra barna til íþróttaiðkunar. Fulltrúar íþrótta- hreyfinga, sérsambanda, íþróttafélaga, sveitarfélaga og fleiri komu saman á ráðstefnunni til að móta tillögur að aðgerðaráætlun um fulla þátttöku og virkni fatlaðs fólks á forsendum eigin getu. Einnig voru þar ráðherrarnir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson. Mörg forvitnileg mál rædd Ráðstefnan var gríðarlega vel sótt og mörg forvitnileg mál rædd frá ýmsum hliðum. Ætlunin er að vinna tillögurnar sem mótaðar voru á ráðstefnunni áfram og bæta samfélagið. Ráðstefnan skiptist upp í erindi og pallborðsumræður. Jóhann Steinar var í pallborði með Þórði Árna Hjaltested, formanni Íþróttasambands fatlaðra, og Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Málefni þeirra var að skoða tækifærin og hvað hægt væri að gera til að auka virka þátttöku fatlaðra í íþróttum. Dyr íþróttafélaga standi öllum opnar Tryggjum að allir geti stundað íþróttir Jóhann sagði mikilvægt að leita allra leiða til að opna dyr íþrótta- félaga öllum þeim sem vildu stunda íþróttir, ekki bara ófötluðum. „Við megum ekki láta starfið og úrlausn málsins hvíla á herðum einstaklings, til dæmis þjálfara. Allir þurfa að hjálpast að,“ sagði hann og benti á að Norðmenn hefðu lagt í mikla vinnu til að tryggja víðtækt framboð íþrótta fyrir þá sem á einhvern hátt glíma við fötlun. Hann tók sem dæmi að í íþróttahéraðinu Viken væri reglulega haft samband við forsvarsfólk aðildarfélaga. Vildi fatlað barn stunda íþróttir væri unnið með virkum hætti að því að finna félag í nágrenni þess. „Norðmenn tryggja að fatlaðir hafi aðgang að íþróttum í nærum- hverfi sínu. Að ekki þurfi sérstök félög fyrir fatlaða heldur æfi þeir sem þurfi aðstoð með öðrum. Við erum komin fast upp að þröskuldinum í þessum málum hér en sárafá félög eru búin að opna dyrnar og bjóða upp á sameiginlegar æfingar fatlaðra og ófatlaðra. En svo er vanda- málið kannski vanskráning fatlaðra hjá félögum. Við vitum ekki almenni- lega hve margir fatlaðir stunda íþróttir. Þetta þurfum við að bæta í starfsemi íþróttafélaga. Þarna þurfa aftur allir að vinna saman og tryggja að upplýsingar um stöðu mála séu aðgengilegar,“ sagði hann og bætti við að hann byndi miklar vonir við nýtt skýrsluskilakerfið sem UMFÍ og ÍSÍ hefðu tekið í notkun. Það markaði tímamót innan íþrótta- hreyfingarinnar og gerði henni kleift að sjá stöðu íþróttastarfsins um allt land með skýrari hætti en áður og tryggja að allir yrðu með í starf- inu í stað þess að sitja eftir á jaðrinum. Ráðstefnan Farsælt samfélag fyrir alla markaði tímamót, enda stóðu að henni þrjú ráðuneyti með fulltingi íþróttahreyfingarinnar og ýmissa félagasamtaka. Markmiðið var að auka aðgengi fatlaðra að íþróttum. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, flutti ávarp á ráðstefnunni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.