Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I R eglulega kemur upp umræða um hagræðingu úrslita í íþrótta- keppnum. Nú á vordögum kom út skýrsla á vegum Sportradar, sem rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöður að úrslit- um hefði verið hagrætt í 903 tilvikum í tíu greinum árið 2021. Hafa til- vikin aldrei verið fleiri, en þau komu upp í 76 löndum á síðasta ári. Verðmæti hagræðingarinnar, þ.e. sú upphæð sem lögð var undir í veðmálum í tengslum við hagræðingu úrslita, nam 165 milljónum evra, sem jafngildir tæpum 23,7 milljörðum íslenskra króna. Flest tilvikin áttu sér stað í knattspyrnu í neðri deildum um allan heim. Næst á eftir komu rafíþróttir og körfubolti. Þótt um háar fjárhæðir sé að ræða jafngildir hagræðingin því að 0,5 prósentum allra knattspyrnuleikja sé hagrætt á einhvern hátt um allan heim. Andreas Krannich, framkvæmdastjóri Sportradar, segir í aðfararorð- um að skýrslunni að ljóst sé að tilraunum til að hafa áhrif á úrslit íþrótta- kappleikja sé að fjölga mikið. Ein af ástæðum þess sé að möguleikar Gríðarlega mikið um hagræðingu úrslita í heiminum Vísbendingar eru um að tilraunum til að hafa áhrif á úrslit íþróttakappleikja muni fjölga á þessu ári. Ísland er ekki undanskilið varðandi hagræðingu úrslita. Engar upplýsingar um Ísland Í skýrslu Sportradar er aðeins tiltekið í hvaða íþróttagreinum hag- ræðing úrslita hefur greinst, í hvaða heimsálfum og ýmis önnur tölfræði, s.s. hvaða rafíþróttaleiki um ræðir og á hvaða tímabil- um mesta svindlið á sér stað. Flestu tilvikin komu upp í maí, í september og október. Langfæst voru þau í janúar. Ekki er tiltekið í hvaða löndum hagræðing úrslita og önnur teg- und svindls hefur komið upp. Þegar eftir því var leitað hjá Sportra- dar hvort upp hefðu komið vísbendingar um hagræðingu úrslita á Íslandi var vísað í samninga um þagnarskyldu við samstarfsaðila. Sportradar Integrity Services var stofnað árið 2004 eftir að komið var upp um hagræðingu af hálfu dómara í þýskri knattspyrnu. Málið kom upp þegar þýski knattspyrnudóm- arinn Robert Hoyzer viðurkenndi aðild að hagræðingu úrslita. Hoyzer var þá 25 ára gamall og þótti einn efnilegasti dómari þýskrar knattspyrnu. Hann var settur í ævilangt bann og hefur ekki dæmt leik síðastliðin 18 ár. Hoyzer sagðist ætíð hafa verið í slagtogi með fleirum og hafa vitneskju um sekt fjögurra dómara, fjórtán leikmanna og fleiri tengdra þýskri knattspyrnu. Þótt ekki hafi komist upp um fleiri tengda málinu sagði þýska dagblaðið Der Spiegel að rannsókn málsins benti til að úrslitum væri hagrætt víðar, svo sem í deildum atvinnumanna í Austurríki og Grikklandi. Nokkrar leiðir í svindli • Að stofna til vináttu við leikmenn. Leikmaður vill síður að vinir sínir tapi á leikjum sem þeir hafa veðjað á. • Að freista leikmanna, svo sem að lofa viðkomandi nýjum síma ef hann brenni af í víti, eða styðja fjárhagslega við fjölskyldur leikmanna. • Þar sem hægt er að veðja á fjölda innkasta, gul spjöld og atriði sem ekki hafa bein áhrif á úrslit leiksins eykst freistni- vandinn. • Lið fær fjárstuðning frá fjársterkum einstaklingi. • Að koma með leikmenn/þjálfara inn í liðið, ná árangri fyrst en tapa svo óvænt stórt. • Mútur til þjálfara eða leikmanna. Um leið og það gerist er viðkomandi fastur í netinu. • Fyrir nokkrum árum var komið að máli við leikmann í einu af yngri landsliðunum og hann beðinn um að brenna af fyrsta vítinu. Hann varð steinhissa og neitaði. • Dæmi eru um að fjárhættuspilarar sendi framkvæmdastjór- um og formönnum dulda hótun tapist leikur þeim í óhag. Fótbolti Tennis Körfubolti Krikket Amerískur fótbolti Rafíþróttir Borðtennis Hafnabolti Íshokkí 51% af heildar- upphæð veðmála í heiminum 2021 var í fótbolta Stærstu (veðmála) íþróttagreinarnar fólks til að veðja á íþróttaleiki hafi þróast mikið og það sé orðið mögu- legt að leggja fjármagn undir kappleiki eftir mörgum leiðum. Því miður séu miklar líkur á að fleiri tilraunir verði gerðar til að hafa áhrif á úrslit leikja á þessu ári en því síðasta. Þeir sem vilji hagræða úrslitum leiti allra mögulegra leiða til að gera það og kappkosti að vera nokkrum skrefum á undan öðrum. Þess vegna verði eftirlitsaðilar að vera stans- laust á tánum, sérstaklega nú þegar tilraunir til svindls og vísbending- ar um slíkt hafi aldrei verið fleiri. Krannich hvetur stjórnendur íþrótta- félaga og aðra sem hafa tengsl við íþróttir og félög þeirra til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að óheiðarlegir einstaklingar hafi áhrif á íþróttir, hvaða nafni sem þær nefnast.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.