Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Erla Þórey hjá USVS hefur í vor staðið í flutn- ingum. Hún situr uppi með nokkra kassa af gömlum rykföllnum bikurum sem enginn veit hvað á að gera við og enginn vil henda. Við þekkjum mörg vandræðaganginn með gamla bikara. Þeir eru alls konar, stórir og smáir, á þá fellur og þeir eiga það til að daga uppi á hillum og í skápum, í pappakössum í geymslum félaga víða um land og jafnvel inni í bílskúr gamalla iðkenda. Ekki hefur tíðkast að henda gömlum djásnum af þessu tagi. Þetta er ekki einsdæmi. Erla Þórey Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), er einmitt í þessum sporum. „Við erum á milli húsa og erum í vandræðum með alla bikarana. Þetta eru nokkrir kassar hér með bikara af öllum stærðum og gerðum. Við höfum flutt nokkrum sinnum og nú þarf ég að flytja þessa blessuðu bikara enn einu sinni. Við höfum aldrei tekið umræðuna um hvað skuli gera við þá,“ segir hún. Skrifstofa USVS hefur síðastliðið árið verið til húsa í Kirkjubæjarstofu. Nú er hún að flytja og þarf að færa alla munina annað. Þar á meðal eru nokkrir kassar með bikurum frá ýmsum tímum í sögu USVS og íþrótta- sögu Skaftfellinga. Bikararnir sem eru frá mörgum mótum eru sumir komnir vel til ára sinna. Í reglugerð um verðlaunagripi USVS, sem samþykkt var á árs- þingi USVS 2019, segir meðal annars að aðildarfélögin séu hvött til að hafa gripina til sýnis á áberandi stað bæði til kynningar og hvatningar. Stjórn USVS skuli halda skrá um alla verðlaunagripi sem í gangi eru hverju sinni og hverjir eru handhafar þeirra. Reglugerðin nær til allra bikara, en þó einkum farandbikara. En svo eru þeir sem afhentir voru fyrir mörgum árum og hafa almennt litla merkingu í samtímanum. „Sumir eru frá um 1970 frá alls konar viðburðum, hafa verið afhentir á stigamótum, héraðsmótum og við ýmis tækifæri. Við erum auðvitað með stóru bikarana, farandbikara sem íþróttafólk ársins fær og fyrir ýmsa aðra viðburði. Þeir hafa alltaf verið til sýnis í íþróttahúsinu. En all nokkrir eru fyrir minni viðburði og hafa jafnvel verið afhentir í greinum sem enginn keppir hér lengur í. Við höfum heldur aldrei sýnt þá opin- berlega, að því er ég best veit,“ segir hún. Erla velti því fyrir sér að henda bikurunum en var snarlega bent á að það tíðkaðist ekki, bikarar hefðu afar mikið tilfinningalegt gildi fyrir ýmsa félagsmenn og ekki væri vel séð að sjá slíka gripi í ruslinu. Enginn hefur skoðað bikarana enn sem komið er og metið mikilvægi þeirra fyrir sögu USVS. Erla þekkir ekki mikilvægi þeirra heldur, né neinn í hennar umhverfi. Erla segir hafa dregið úr afhendingu bikara fyrir eins marga viðburði og tíðkaðist áður. „Það voru afhentir bikarar við ýmis tækifæri. Við höfum afhent bikara við allt of mörg tilefni. En ég held að þessi hugsun sé að hætta enda orðið léttvægt að fá bikar fyrir skammvinna viðburði og stutt mót. Við verðum líka að gera það því hætt er við að við sitjum uppi með gamla bikara sem taka pláss, safna ryki og enginn veit hvað á að gera við,“ segir Erla. Hvað á að gera við gamla bikara? USVS í hnotskurn Sambandssvæðið nær yfir Vestur-Skaftafells- sýslu, þ.e. Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri, austur á Skeiðarársand. Þéttbýlisstaðir eru Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Aðildarfélög USVS eru: Hestamannafélagið Kópur Hestamannafélagið Sindri Ungmennafélagið Ármann Ungmennafélagið Katla Ungmennafélagið Skafti Hvað er gert við gamla bikara hjá ykkar félögum? Okkur langar til að heyra í ykkur. Hafið samband við þjónustu- miðstöð UMFÍ í síma 568 2929 eða sendið skeyti á umfi@umfi.is og segið okkur frá því hvað þið gerið við gamla bikara. Þið getið líka sent okkur skeyti á Facebook-síðu UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.