Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 35
 S K I N FA X I 35 Sóttvarnaraðgerðir hertar á ný vegna fjölgunar smita. Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns og eru börn ekki undan- þegin fjöldatakmörkunum. Tveggja metra nándarregla tekin upp á ný. Hvatt til fjar- vinnu á vinnustöðum. Reglurnar skyldu taka gildi á Þorláksmessu og vara næstu þrjár vikurnar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra, fundar með lykilaðilum í íþrótta- og æskulýðshreyfing- unni vegna hertra aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins. Rætt var um áhrifin af völdum aðgerða yfir- valda. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa, voru þátttakendur á fundinum fyrir hönd UMFÍ. Ákveðið að tillögu sóttvarna- læknis að framlengja sam- komutakmörkunum innan- lands um þrjár vikur, eða til 2. febrúar 2022. Hert er á aðgerðum. Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu úr tuttugu og áfram tveggja metra nálægðar- mörk ásamt grímuskyldu. Íþróttakeppnir heimilar áfram með 50 þátttakendum en án áhorfenda. Sund- staðir og líkamsræktarstöðvar opin en aðeins með heimild um 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Lokunarstyrkir bjóðast þeim sem loka starfsemi. Ákveðið er að hefja undir- búning fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2022. „Undirbúningur er í fullum gangi í þriðja sinn enda hillir undir að nú verði loksins hægt verði að halda Lands- mót UMFÍ 50+,“ segir Flemming Jessen, formaður framkvæmdanefndar mótsins í Borgarnesi. Mótið verður haldið í Borgar- nesi dagana 24.–26. júní. Einstaklingar útsettir fyrir Covid-19 utan heimilis eða á dvalarstað þurfa ekki lengur að fara í sóttkví. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Slakað á aðgerðum. Fjölda- takmarkanir fara úr 10 manns í 50, nándarregla verður einn metri og íþróttakeppnir verða leyfðar með áhorfendum. Tilkynnt er að Unglingalands- mót UMFÍ fari fram að öllu óbreyttu sumarið 2022. „Unglingalandsmót UMFÍ er komið aftur á dagskrá. Það er auðvitað mikið lagt á sjálfboðaliða að undir- búa það í fjögur ár. En það er enginn bil- bugur á okkur. Nú er þriðja atlagan til að halda mótið hafin og enginn hefur skorast undan,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Unglinga- landsmóts UMFÍ. Willum Þór Þórsson, heilbrigð- isráðherra, tilkynnir frekari til- slakanir á sóttvarnaaðgerðum. Fjöldatakmarkanir fara úr 50 manns í 200 innandyra og tak- mörkun á skólastarfi fellur niður. Reglu- gerðin tók gildi á miðnætti 12. febrúar 2022. Breytingarnar varða starf íþrótta- og ungmennafélaga auk skólastarfs en þær reglur ná m.a. til Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Ríkisstjórn ákveður að aflétta öllum sóttvarna- takmörkunum frá miðnætti aðfaranótt Grímuskylda og nándar- takmarkanir eru fyrir bí. „Það eru tímamót,“ sagði Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra þegar hann tilkynnti afléttingarnar að lokn- um ríkisstjórnarfundi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði afléttingar á landamærum í takti við tilmæli sóttvarnalæknis. Full sam- staða var um afléttingarnar í ríkis- stjórn. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf,“ sagði Katrín. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamála- ráðherra, tilkynnir að íþróttahreyfingin fái 500 milljóna króna fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfarald- urs. „Með þessum aðgerðum sýna stjórnvöld eindreginn vilja til að halda íþróttastarfinu gangandi, stóru jafnt sem smáu, með þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur á allt samfélagið,“ sagði Ásmundur. Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á líf okkar Íslendinga í rúm tvö ár. Útlit var fyrir að öllum takmörkunum yrði aflétt síðasta sumar en þá kom bakslag. Frá áramótum var þróunin í jákvæða átt og í lok febrúar var loks öllum takmörkunum aflétt. UMFÍ hefur frá upphafi faraldursins tekið saman helstu þætti sem einkennt hafa aðgerðir í samfélaginu. Hér er sýnd þróun mála frá desember 2021 til apríl 2022. 21. des 2021 22. des 2021 11. jan 2022 14. jan 2022 21. jan 2022 28. jan 2022 4. feb 2022 25. jan 2022 COVID-19 Áhrifin frá desember 2021 til mars 2022 11. feb 2022 23. feb 2022 25. feb 2022 13. apr 2022

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.