Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2022, Side 37

Skinfaxi - 01.01.2022, Side 37
 S K I N FA X I 37 Hver er staðan hjá þér? Eru vísbendingar um að börn og ungmenni séu að hætta íþróttaiðkun á þínu sambandssvæði eða í félaginu þínu? Eða er þróunin kannski önnur og iðkendum að fjölga? Hver ætli ástæðan sé? Við viljum heyra sögurnar. Þú getur sent okkur tölvupóst á umfi@umfi.is með helstu upplýsingum og við höfum samband. Þegar iðkendur leita annað „Við höfum áhyggjur af stöðunni í barnastarfinu. Iðkendum hefur verið að fækka, samsetning íbúanna í sveitarfélaginu að breytast og eldri iðk- endur farnir að æfa annars staðar,“ segir Petra Ruth Rúnarsdóttir, for- maður Þróttar Vogum. Upplýsingar um þróunina hafa ekki formlega verið teknar saman og leggur Petra áherslu á að um tilfinningu stjórnar Þróttar sé að ræða. Á stjórnarfundi Þróttar í mars var rætt um vísbendingar um að iðkend- um hefði fækkað hjá félaginu. Petra segir að hægt sé að finna nokkrar skýringar á fækkuninni þótt fleira þurfi líklega að koma til. „Þegar hverfin voru að byggjast upp hjá okkur í kringum 2005 flutti margt ungt fólk með börn í sveitarfélagið. Þá varð samsetning töluvert óvenjuleg miðað við önnur sveitarfélög, enda fjölgaði börnum hratt. Börnin eru nú orðin eldri og aldurssamsetning íbúa er því að færast í eðlilegra horf samanborið við önnur sveitarfélög,“ segir Petra. Aldur barnanna helst í hendur við fækkun nemenda við grunnskóla bæjarins og telur Petra að mögulega líði íþróttastarfið fyrir það að upp- sveiflan hafi jafnað sig. „Það koma auðvitað hæðir og lægðir í starfinu og hefur það sést gegnum árin og mögulega var það tímaspursmál hvenær iðkendum færi að fækka. En maður vill síst að það þróist svona fljótt og barna- starfið brotlendi. Ég vil frekar að við grípum inn í þróunina og finnum leiðir til að sporna við brottfalli,“ heldur hún áfram. Íþróttahúsið lekur Til viðbótar við fækkun af svo að segja náttúrulegum ástæðum lak íþróttahúsið í Vogum með þeim afleiðingum að miklar vatnsskemmdir urðu á gólfi hússins og óvíst er hver staðan er á því. „Við óttumst að staða íþróttahússins ýti krökkunum til annarra félaga, sérstaklega stelpunum sem stunda knattspyrnu. Við erum svo fá að þær ná ekki í lið. Krakkarnir vilja auðvitað keppa og leita skiljanlega annað. Þær hafa því margar verið með annan fótinn í öðrum félögum og þrýst á vinkonur sínar að koma yfir. Þær fara aðallega til Njarðvíkur og mögu- lega einhverjar í Hafnarfjörðinn. Nú þegar við höfum engan íþróttasal fyrir þær eykst hættan á því að þær fari nánast allar yfir til annarra félaga,“ heldur Petra áfram og rifjar upp að mjög vel hafi gengið í gegnum tíð- ina að kynna íþróttastarfið þegar þjálfarar félagsins heimsóttu nemend- ur í skóla. Það hafi fallið niður í Covid-faraldrinum. Í staðinn hafi for- svarsfólk Þróttar auglýst á heimasíðu og samfélagsmiðlum auk þess að hafa fengið að senda upplýsingar gegnum skóla á alla foreldra. Það hafi ekki tekist jafn vel. Sú breyting varð þó á íþróttamálum í Vogum um mánaðamótin að Breyta fyrir- komulagi íþrótta yngstu barna Fyrir eitt verð geta börn prófað og æft margar íþróttagreinar. Íþróttafélagið Höttur á Egils- stöðum áformar að taka upp nýtt fyrirkomulag í æfingum barna í fyrsta og öðrum bekk. Börnin þurfa ekki að velja á milli íþrótta- greina heldur mega þau prófa allt sem í boði er. Þetta er talið geta seinkað framförum barnanna í íþróttum fyrst um sinn en dregið líka úr líkum á að þau hætti í íþróttum. Svipað fyrirkomulag er hjá Íþrótta- félagi Reykjavíkur (ÍR) sem býður öllum börnum á fyrsta og öðru ári grunnskóla að iðka allt að sex íþróttagreinar fyrir eitt verð. Með því móti fá þau tækifæri til að kynnast og prófa margar íþróttagreinar. Þau mega jafnframt færa sig á milli greina eins og þeim hentar. Í boði eru keila, körfubolti, knattspyrna, handbolti, skíði, frjálsar, karate og tae- kwondo. Þróttur tók yfir rekstur íþróttahússins af sveitarfélaginu. Petra sér sóknar- færi í því og er undirbúningur fyrir skipulag barnastarfs fyrir næsta haust hafinn. „Með því að reka húsið getum við haldið betur utan um krakkana. Þá getum við nýtt tíma sem ekki er verið að selja í og boðið upp á skot- bolta, pílukast og fleira sem höfðar til krakkanna,“ segir hún og telur að íbúum Voga muni fjölga á næstu fimm árum. „Ég bind vonir við að barnafólk flytji hingað. Það er mikil uppbygg- ing í gangi. Þegar fólkið kemur vil ég að við verðum búin að byggja sterkan grunn í íþróttahúsinu og verðum tilbúin að taka á móti þeim. Það á að vera hjarta bæjarins og að öðru heimili fyrir börnin, sem leiki sér hér. Við erum stolt af því að vera ungmennafélag og getum nýtt okkur það. Við höfum tækifæri þar til að bjóða upp á fjölbreytt félags- starf eins og leiklist, spilakvöld fyrir fjölskyldur, börn og eldri borgara og margt fleira. Félagið á að höfða til allra. Félagið á að endurspegla áhugamál sem flestra félagsmanna en ekki fárra og sjáum við tækifæri í að gera það enn betur með því að reka nú íþróttahúsið,“ segir Petra Ruth, formaður Þróttar Vogum. Petra Ruth Rúnarsdóttir. Sveinn Þorgeirsson. Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykja- vík, vinnur með íþróttafélaginu að nýja fyrirkomulaginu. Í því felst að foreldrar borga aðeins eitt gjald. Það gefur barni þeirra kost á að æfa hvaða grein sem er. Æfingum er fækkað og æfingatími samstilltur. „Til lengri tíma ætti ávinningurinn helst að vera sá að það yrði betri ástundun og minna brottfall til lengri tíma. Fjölbreyttur grunnur þar sem krakkarnir þróa með sér fjölbreyttari og betri grunnfærni. Og það er ekki fyrr en við komum inn á kynþroskaaldurinn sem við sjáum hvaða líkamsburði einstaklingarnir hafa. Hvar þeir muni finna sig ekki bara líkamlega heldur líka andlega,“ sagði Sveinn í viðtali við RÚV.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.