Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 1. tbl. 2022 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goðsagnaver- unnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Sigurður Óskar Jónsson. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R E N T U N Litróf. AU GLÝS I N GA R Hringjum. FO R S Í Ð UMY N D Ungur iðkandi hjá Klifurfélagi Reykjavík- ur. Myndin er liður í umfjöllun blaðsins um íþróttamannvirki. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Klifurfélagsins. L J ÓS MY N D I R Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Ívar Sæland, Gunnar Gunnars- son, Haraldur Jónasson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Guðmundur Karl Sigur- dórsson, Oscar Rybinski og ýmsir fleiri s.s. þeir sem tóku góðar myndir af félög- um í Klifurfélagi Reykjavíkur. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi og formaður framkvæmdastjórnar, Guð- mundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sig- urður Óskar Jónsson ritari, Málfríður Sig- urhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir. UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 26 talsins og skiptast í 21 íþróttahérað og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ um land allt. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfsson fjármála- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðardóttir landsfulltrúi og verkefna- stjóri, Guðbirna Kristín Þórðardóttir ritari og Sabína Steinunn Halldórsdóttir verkefnastjóri. Starfsfólk í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni: Forstöðumaður: Sigurður Guðmunds- son. Frístundaleiðbeinendur og tóm- stundafræðingar: Þorsteinn Hauksson, Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir, Ingveld- ur Gröndal og Halldóra Kristín Unnars- dóttir. Eldhús og ræstingar: Joanna M. Winiecka. Jörgen Nilsson er í leyfi. „Það er auðveldara að vinna í þessu kerfi. En ég hef ekki kallað eftir upp- lýsingum úr því. Ég mun gera það til að fá upplýsingar í ársskýrslur. Síðan verður gott að sjá hvort iðkendum hefur fjölgað eða fækkað eft- ir greinum,“ segir Telma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Skagafjarðar (UMSS). Hún er á meðal þeirra sem hafa skilað starfsskýrslum í nýju rafrænu skilakerfi UMFÍ og ÍSÍ sem Sportabler hefur þróað. Nýja kerfið tók við af Felix, sem hafði verið notað frá árinu 2004. Við þróun nýja kerfisins var horft til þess að með nýju kerfi yrðu skil félaganna skilvirkari og einfaldari en áður í gamla kerfinu. Framvegis munu öll félög UMFÍ skila starfsskýrslum í þessu kerfi óháð greinum, þar á meðal skákfélög og fleiri, enda mikilvægt að allir nýti Ánægja með fyrstu skýrsluskil í nýju kerfi Nýtt skilakerfi UMFÍ og ÍSÍ var tekið í notkun í apríl. Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru ánægðir með kerfið enda gekk vel að skila í fyrsta skipti. • Hægt er að fara inn á skilakerfi Sportabler á tveimur stöðum á vefsíðunni umfi.is. Hnappur er undir flipanum „Verkfæra- kista“ og annar undir flipanum „Hagnýtir hlekkir“. • Hafir þú ábendingu um kerfið þá getur þú sent okkur línu á netfangið umfi@umfi.is eða hringt í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929. það til að sjá raunverulega stöðu íþróttahreyfingarinnar hverju sinni. Nokkur íþrótta- og ungmennafélög hafa skilað inn skýrslum í nýja kerfinu og hefur það gengið prýðisvel þótt einstaka hnökrar hafi komið upp eins og búast má við. „Þetta er svolítil handavinna. En annars gekk það mjög vel,“ segir Telma, sem eins og margir sinnir skráning- um fyrir nokkur aðildarfélög UMSS, eins og Tindastól. Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmenna- félags, tekur undir með Telmu um kosti nýja kerfisins. Mjög gott sé að skrá í það og halda utan um upplýsingar: „Þetta er mjög einfalt. Upplýsingarnar vistast sjálfkrafa og það er gott að vinna með það,“ segir hún og hefur ekki orðið vör við annað en að fólk sé ánægt með kerfið, enda sé það mjög notendavænt eins og skráningarkerfið Sportabler, þar sem séð er um greiðslur, innheimtu og annað utanumhald fyrir þjálfara og stjórnendur íþróttafélaga. Margir foreldrar iðkenda kannast jafnframt við kerfið enda nýta margir það til að hafa yfirlit yfir æfingar þeirra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.