Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I Klifurfélag Reykjavíkur er aðildar- félag Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og fagnaði 20 ára afmæli á þessu ári. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi þess má rekja aftur til ársins 1977 með stofnun Íslenska Alpa- klúbbsins. Klifur var ekki fullmótað á þeim tíma sem íþróttagrein, en fyrsta keppnin í klifri var haldin á sérsmíðuðum keppnisvegg á Ítalíu um miðjan níunda áratuginn. Fyrsta heimsmeistaramótið var svo haldið árið 1991 í Frankfurt og síð- asta sumar var klifur loksins aftur viðurkennt sem keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Mikill uppgangur var í útiklifri í lok níunda áratugarins, sem leiddi til stofnunar Sportklifur- félag Reykjavíkur árið 1994 og þremur árum síðar var fyrsta æfinga- aðstaðan opnuð í Borgartúni undir nafninu Vektor. Klifuríþróttinni hefur síðan vaxið heldur betur ásmegin og nú er hægt að stunda klifur hjá nokkrum félögum um allt land. Klifurfélag og klifur- hús eru á Akranesi, Hafnarfirði, Öræfum, Akureyri, Grundarfirði og víðar. Klifursamband Íslands var síðan samþykkt sem sérsamband innan ÍSÍ á haustmánuðum 2021 eftir nokkurra ára umsóknarferli og eru þar sex félög skráð innan sex sérsambanda. Klifurfélag Reykjavíkur rekur Klifurhúsið í Ármúla 23. Rúmlega 1.400 iðkendur, eða félagar, stunda þar reglubundnar æfingar og yfir árið eru heimsóknirnar í húsið 8.000 talsins. Klifurfélagið heldur að jafnaði fimm klifurmót, bikarmót og klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Núverandi aðstaða er löngu sprungin og hefur verið unnið ötullega að því undanfarin fjögur ár að huga að nýju framtíðarhúsnæði félagsins. Klifurhúsið hefur lent í því áður að verða húsnæðislaust og endaði starf- semin á götunni í rúmt ár þegar leigusamningi félagsins var sagt upp með skömmum fyrirvara í Skútuvogi. „Forsvarsfólk klifurfélaga um allan heim er alltaf að horfa á eitthvert ódýrt húsnæði og endar oftast í risastórum skemmum eða húsum sem lítil afnot eru fyrir lengur. Það skýrist auðvitað af því að ný félög eru stofnuð af áhugafólki, sjálfboðaliðum með lítið fjármagn á bak við sig. Menn eru þá yfirleitt ekki á tánum,“ segir Hilmar Ingimundarson, for- maður Klifurfélags Reykjavíkur. Hann hefur vermt formannsstólinn í fimm ár. Eitt af því fyrsta sem hann fékk í arf voru húsnæðismál félagsins. „Ný félög fara í gegnum nokkra fasa, byrja á ódýru húsnæði og enda svo í tryggara húsnæði þegar grundvöllur greinarinnar er orðinn traust- ur. Þegar ég kom inn í félagið fyrir fimm árum höfðu nýir eigendur keypt húsnæði sem Klifurfélagið leigir undir starfsemi Klifurhússins. Við vorum heppin með að fá góðan leigusamning til tíu ára og voru eigendurnir bundnir af honum. Við fórum síðan markvisst fyrir þremur árum að vinna með Reykjavíkurborg, ÍTR og ÍBR í að koma okkur inn í það sem má kalla fjórða fasa félagsins, varanlegt húsnæði sem hentar starfseminni og tryggir húsnæðismál félagsins til langtíma. Tókum þátt í stýrihópi vegna mótunar stefnu í íþróttamálum í Reykjavík til 2030 og forgangs- röðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja þar sem aðstaða fyrir jaðar- íþróttir var á topp tíu á verkefnalistanum til næstu ára.“ Jaðarsport er lífsstíll alla ævina Klifuríþróttin er þess eðlis að erfitt er að flytja starfsemina á milli húsa. Hilmar segir það taka 6–12 mánuði að byggja upp nýja aðstöðu, smíða veggi og ýmislegt fleira og að ekki sé hægt að tjalda til einnar nætur þegar hugað er að nýrri staðsetningu. Yngri kynslóðir hafa áhuga á jaðaríþróttum Mörg félög í jaðarsporti hafa verið í húsnæðisvanda um langt árabil. Hilmar Ingimundarson hjá Klifurfélagi Reykjavíkur segir samning við Reykjavíkurborg um framtíðarhúsnæði félagsins skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Hilmar Ingimundarson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.