Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I Aukin þjónusta við félögin Anna var eini starfsmaður Fimleikasambandsins á þessum tíma. Hún segir að þá hafi stjórnin í raun og veru verið mjög virk. Gjaldkerinn sá t.d. alfarið um allt bókhald og hélt utan um fjármálin. „Breytingin sem þessi stjórn kom inn með var að auka þjónustu við félögin. Mitt starf gekk því mikið út á að þjónusta félögin eins mikið og hægt var.“ Á þess- um tíma var farið að einblína á þjálfaramenntun og byrjað á að byggja upp menntunarkerfi fyrir fimleikaþjálfara. Á sama tíma var ÍSÍ að byrja með sitt bóklega nám. Mikil áhersla var lögð á að fimleikaþjálfarar færu bæði í gegnum ÍSÍ-menntakerfið og svo þessi þjálfaranámskeið Fim- leikasambandsins. Öflugt ungt fólk innan FSÍ Á þessum tíma hélt FSÍ Norðurlandamót í fimleikum, en þau róteruð- ust á milli landanna. „Við héldum Norðurlandamót í áhaldafimleikum og tromp sem síðar varð hópfimleikar. Við héldum kannski Norður- landamót júníora (yngri) eitt árið og svo seníora (eldri) árið þar á eftir. Það var heilmikið umstang í kringum það. Á þessum tíma voru Smá- þjóðaleikarnir haldnir á Íslandi og þá var keppt í fimleikum í fyrsta sinn. Það var mikil framkvæmd.“ Anna segir að á þessum tíma hafi verið mjög öflugt fólk innan sambandsins. „Þetta voru fyrrverandi keppend- ur sem nú eru orðnir fimleikaþjálfarar og fimleikadómarar. Þetta fólk byggði í raun upp þjálfara- og fræðslupakka og það sem svo fylgdi. Mitt hlutverk var bara að styðja við það eins og hægt var. Þarna var fagfólkið að stíga öflugt fram.“ Ekki níu til fimm vinna Á þessum tíma var líka mikil vinna í kringum allt mótahald. Það voru fá fimleikamót á þessum tíma þar sem Anna mætti ekki. „Ég komst mjög fljótt að því að þetta væri ekki níu til fimm vinna. Á þessum tíma sagði ég að það væru forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt. Strax þegar ég fór að vinna fyrir fimleikadeild Stjörnunnar fannst mér þetta ofboðslega gaman. Við vorum líka á þeim tíma að halda mót. Mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Ég man að ég hugsaði þetta þegar mér bauðst þetta starf. Ég var svolítið tvístígandi fyrst, því ég þekkti náttúrulega hreyfinguna. Ég gerði mér alveg grein fyrir að þetta yrði örugglega mikil vinna. Ég leit svolítið á þetta sem forréttindi, þ.e. að fá laun fyrir áhugamennskuna. Á þessum tíma var þolfimi að byrja þó að hún lifði ekkert óskaplega lengi. Þau sem störfuðu í tengslum við þolfimina vantaði stuðning og ég tók þau svolítið að mér. Ég hef svo fengið ómældar þakkir fyrir það. Það er gaman að hitta þetta fólk í dag sem ég hef ekki hitt lengi. Maður finnur að starfið skipti máli.“ Til starfa fyrir Evrópu unga fólksins Árið 2007 urðu ákveðin tímamót hjá Önnu. Þá lét hún af störfum sem framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins og hætti jafnframt í stjórn UMFÍ, en þar hafði hún þá setið í tíu ár. Á þessum tíma tók UMFÍ að sér verkefni fyrir Menntamálaráðuneytið, en það var að hafa umsjón með æskulýðsáætlun Evrópusambandsins. „Á þeim tíma var ég ákveðin í að skipta um vettvang og var farin að horfa í kringum mig. Ég sá alveg að tíu ár í starfi framkvæmdastjóra Fimleikasambandsins væri bara orðið býsna gott. Ég var líka ákveðin í að hætta í stjórn UMFÍ.“ Ögrandi verkefni Anna var ráðin í starf við þetta nýja verkefni UMFÍ ásamt Ólafi Árnasyni, sem var ráðinn forstöðumaður. „Þetta var ansi töff af því að hvorugt okkar hafði nokkuð tengst þessu áður. Kerfið og skriffinnskan í kring- um Evrópusambandið er náttúrulega gígantísk og þetta var því mjög ögrandi. Ráðuneytið treysti samt UMFÍ fyrir þessu verkefni,“ segir Anna. Ári síðar, 2008, hætti Ólafur og Önnu var falið að verða forstöðumaður landsskrifstofunnar. „Þetta var svolítið áframhald hjá mér á því að vinna fyrir og í kringum ungt fólk. Þetta var mjög skemmtilegt, en verkefnið var hjá UMFÍ til 2017.“ Erfiðar gjaldeyrissveiflur Anna segir að það hafi frá upphafi alveg verið ljóst að það væri mjög óvenjulegt að félagasamtök tækju að sér rekstur á svona skrifstofu því baklandið þurfi að vera öflugt. Hún bætir við að seinni árin hafi verið miklar gjaldeyrissveiflur og því komið lægðir inn í reksturinn. Það hafi UMFÍ ekki ráðið við, að bera einhvern rekstrarhalla. Áætlanir Evrópu- sambandsins eru sjö ára áætlanir. Fyrsta áætlunin var frá 2007 til 2013. „Á þessum tíma kom krafa frá Evrópusambandinu um að allar lands- skrifstofur yrðu sameinaðar, þ.e. landsskrifstofur menntahluta og æsku- lýðshluta Evrópuáætlananna. Í einhverjum löndum var það þegar orð- ið þannig en það vakti miklar mótbárur hér á landi bæði hjá æskulýðs- hluta Menntamálaráðuneytisins og hjá okkur hjá Evrópu unga fólksins. Niðurstaðan varð sú að löndin ákvæðu sjálf hvernig þetta yrði. Okkur fannst á þeim tíma að það yrði rosaleg breyting ef við færum inn í stofn- un eins og Rannís, sem þá hafði tekið yfir áætlanir menntahlutans. Ráðuneytið samþykkti þá að þetta yrði áfram rekið sem Evrópa unga fólksins. Frá 2014 breyttist nafnið í Erasmus+. Þegar frá leið og rekstrar- erfiðleikar urðu verulegir vegna gjaldeyrissveiflna réð UMFÍ ekki við að sjá lengur um reksturinn og niðurstaðan varð að flytja hann yfir til Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, sem svo varð árið 2017. Í raun varð það bara til góðs.“ Ekki nýst hreyfingunni eins og ég hélt Anna sinnti starfinu hjá Erasmus+ áfram hjá Rannís frá 2017 þangað til í febrúar síðastliðnum er hún lét af störfum. Hvernig finnst henni Evrópuskrifstofan hafa nýst íþróttahreyfingunni í gegnum árin? „Hún hefur alls ekki nýst hreyfingunni eins og ég hélt að hún myndi gera. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Þetta eru allt verkefnatengdir styrk- ir. Þú sækir um ákveðið verkefni, hvort sem það er að fara með hóp af Anna var framkvæmdastjóri Fim- leikasambandsins 1996–2007. Mynd frá 2013. F.v.: Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri Evrópu unga fólksins, Anna, forstöðumaður Lands- skrifstofu Evrópu unga fólksins, og Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnastjóri Æskulýðsvettvangsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.