Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I „Saga Ungmennasambands Eyjafjarðar er mjög tvinnuð saman við sögu þjóðlífs í Eyjafirði síðastliðin hundrað ár. Hún er stórmerkileg, enda alls ekki sjálfgefið að ungmennasambönd nái þetta háum aldri,“ segir fjölmiðlamaðurinn Óskar Þór Halldórsson, sem vinnur að ritun sögu UMSE. Söguritið kemur út í tengslum við aldarafmæli sambandsins í apríl. Um er að ræða um tvö hundruð blaðsíðna litríka og vel mynd- skreytta sögu í tímaritaformi. Óskar segir sögu UMSE afar spennandi og litríka og því hafi hann heillast af verkefninu þegar það var kynnt fyrir honum á sínum tíma. „Það var margt að gerast og breytast í þjóðfélaginu alveg frá fyrri hluta aldarinnar og fram yfir miðja öldina. Ungmennafélagar voru eld- hugar sem stóðu í framvarðarsveitinni fyrir ungmennasambandið og ungmennafélagshreyfinguna og létu líka mjög að sér kveða í félags- málum á sambandssvæðinu, í búnaðarsambandinu, öðrum störfum og meira að segja á Alþingi,“ heldur hann áfram. „Ungmennafélags- hreyfingin stóð sig afskaplega vel í félagslegu uppeldi. Forkólfarnir hlutu eldskírn sína innan raða sambandsins og ungmenna- félagshreyfingarinnar. Félögin tóku auðvitað virkan þátt í sam- félagsumræðunni og ályktuðu um öll heimsins mál og ýmis þjóðmál, sum eldfim. Eins og um það hvort hér ætti að vera her í seinni heimsstyrjöldinni. Fólk skiptist auðvitað í fylking- ar. En þetta heyrir nú sögunni til og áherslur eru orðnar skýra- ri og skarpari. En vitneskjuna um söguna verður engu að síður að vernda svo að hún gleymist ekki,“ segir hann. Forkólfarnir hlutu eldskírn innan raða UMSE Ungmennasamband Eyjafjarðar er einn þeirra sambandsaðila UMFÍ sem fagna 100 ára afmæli á árinu. Svarfdælingurinn Óskar Þór Halldórsson ritar sögu félagsins. Hann segir mikilvægt að hún verði lesvæn og skemmtileg. Söguformið heillar Óskar ákvað snemma í ritunarferlinu að skrifa sögu UMSE með öðrum hætti en almennt þekkist og gefa hana út á aðgengilegu formi fyrir sem flesta. Í ritinu er mikill fjöldi mynda úr sögu sambandsins. Vel gekk að nálgast myndir og var fólk velviljað þegar Óskar falaðist eftir því að fá að glugga í albúm. Hann notar sem dæmi margar myndir úr safni Þór- odds heitins Jóhannssonar, sem var um tíma formaður og framkvæmda- stjóri UMSE. „Hann var mjög duglegur að taka myndir af viðburðum UMSE á sjö- unda og áttunda áratugnum og hélt vel utan um safnið. Það er algjör- lega ómetanlegt að fá aðgang að því,“ segir Óskar og tekur sem dæmi að í safninu séu gríðarlega flottar liðsmyndir af ungum fótboltamönn- um í aðildarfélögum UMSE á áttunda áratug síðustu aldar. Strákarnir hafi verið á aldrinum 15–20 ára á þeim tíma en standi líklega flestir við sjötugt í dag. Frjálsíþróttamenn sem störfuðu í lögreglunni. F.v.: Sigurður Matthías- son, Aðalsteinn Bernharðsson og Einar Vilhjálmsson. Þátttakendur og leiðbeinendur frá UMFÍ á félagsmálanámskeiði í Svarfaðardal vorið 1976.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.