Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 10
10 S K I N FA X I RAFMAGN N1rafmagn.is „Þetta var æðislegt. Við komum í Ungmennabúðir UMFÍ með næstum níutíu nemendur. Nemendurnir fengu hópeflisæfingar og styrktust mikið. En þetta var eins og á hóteli fyrir okkur kennarana. Við fengum miklu betri aðstöðu en við höfum áður fengið, gott kaffi og súkkulaði!“ segir Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari í 9. bekk í Laugalækjarskóla. Hún kom í Ungmennabúðir UMFÍ síðustu vikuna fyrir páska með um níutíu nemendur ásamt þremur öðrum kennurum. Þórunn segir utanumhaldið mjög gott. Starfsfólk Ungmennabúðanna hafi hugsað vel um börnin og samskipti við þau verið afar góð og skipu- lagið allt til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Þórunn hefur komið oft með nemendum í Ungmennabúðir UMFÍ, bæði á Laugarvatn og áður að Laugum í Sælingsdal. Hún segir dvölina á Laugarvatni hafa verið afar ánægjulega og krakkana hafa tekið því mjög vel að vera þar án síma og tækjabúnaðar. Þau hafi haft nóg fyrir stafni og ekki haft neinn tíma til að láta sér leiðast. „Auðvitað komu einhverjir nemendur með nammi með sér og fóru á svig við reglur. En vel var tekið á öllu og málin leyst,“ segir hún en tekur fram að verkefnin á Laugarvatni hafi þétt nemendahópinn og margir tekist á við ýmsar áskoranir. Það hafi styrkt þau. „Þetta var mikill sigur fyrir marga sem voru óöruggir við að fara að heiman. Eins og alltaf ætluðu nokkrir að vera bara tvær nætur. En svo gátu þau ekki beðið eftir næsta degi,“ segir hún. Krakkarnir koma öflugri heim frá Laugarvatni Umsjónarkennarar í Laugalækjarskóla nutu dvalarinnar í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni Þórunn segir alla aðstöðu fyrir kennara hafa verið til fyrirmyndar í Ungmennabúðunum. Nemendurnir hafi haft í nægu að snúast og kennararnir aðeins þurft að hafa til kvöldkaffi, skipuleggja einhverjar kvöldvökur og ganga frá eftir morgunmat. „Þetta var mjög gott í alla staði,“ segir Þórunn að lokum. Vantar húsnæði fyrir námskeið? • UMFÍ leigir út húsnæði Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni utan skólamissera á sumrin og um helgar. • Á sumrin eru Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. • Íþróttafélög hafa haft þar námskeið og vinnufundi. • Í Ungmennabúðum UMFÍ er fullbúið eldhús, svefnaðstaða fyrir tugi gesta og frábær aðstaða til fundarhalda og útivistar. Fyrir fyrirspurnir og bókanir vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið siggi@umfi.is eða í síma 861 3379.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.