Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I „Það er dýrmætt að tilheyra íþróttafélagi þar sem iðkendur og foreldrar finna að allir eru boðnir velkomnir. Það er svo mikilvægt að geta farið með barnið þitt inn í íþróttafélagið og finna fyrir jákvæðu viðhorfi. Oft er búið að ákveða fyrir fram að einstaklingar með fatlanir geti ekki spilað körfubolta eða fótbolta eða aðrar greinar með öðrum. En það er hægt og ég hef séð það með eigin augum,“ segir Sólný Pálsdóttir, móðir Hilmis, 11 ára drengs með Downs-heilkenni. Hann hefur frá unga aldri æft bæði körfubolta og knattspyrnu með Grindavík, þar sem fjölskyldan er búsett. Sólný var með erindi á vorfundi UMFÍ sem fór fram á Hótel Hamri í Borgarnesi síðasta laugardaginn í apríl. Erindið var sambærilegt því sem hún flutti á ráðstefnunni Farsælt samfélag fyrir alla. Sólný ræddi í erindi sínu um það hvernig er að eiga barn með Downs- heilkenni og íþróttaiðkun hans. Hún sagði Ungmennafélag Grindavík- ur og þjálfara félagsins til fyrirmyndar. „Þessi strákur er svo ótrúlega heppinn að fá þjálfun. Ég sem íþrótta- kennari er mjög meðvituð um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Það á við um alla, líka fötluð börn,“ sagði hún og bendir á að þótt allir þurfi að hafa fyrir því að ná árangri í lífinu þurfi fólk með fatlanir að hafa sér- staklega mikið fyrir því. Þess vegna skipti máli hverjar undirtektirnar væru í samfélaginu. Allir taka þátt „Hilmir hefur haft boltaáhuga frá fæðingu. Hann þarf að fá tækifæri eins og aðrir sem hafa áhuga. Downs-heilkenni, einhverfa eða annað á ekki að útiloka neinn frá tækifærum og þátttöku,“ sagði hún og lýsti því að í Grindavík virtist það viðhorf vera ríkjandi að sjálfsagt væri að allir væru með, að allir fengju jöfn tækifæri. Komið væri líka jafnt fram við alla þótt í sumum tilvikum þyrfti einn iðkandi meiri aðstoð en aðrir. „Það er svo ótrúlega mikilvægt sem foreldri að finna að þú getur farið með barnið þitt á æfingu hjá íþróttafélagi, þar er tekið á móti þér og stefnt að því að ná árangri. En því miður hef ég líka séð með eigin aug- um að búið er að ákveða fyrir einstaklinga með fatlanir að þeir geti ekki spilað körfubolta eða fótbolta af því að viðkomandi er kannski í hjóla- Mikilvægt að fatlaðir og iðkendur með sér- þarfir fái tækifæri Það skiptir öllu máli hvernig forsvarsfólk íþróttafélaga tekur á móti iðkendum, fötluðum börnum og öðrum með sérþarfir. Ef allir eru boðnir velkomnir blómstra iðkendur, segir Sólný Pálsdóttir, móðir drengs sem hefur alla tíð æft með jafnöldrum sínum í Grindavík. Sólný Pálsdóttir ásamt Jóhanni Steinari Ingimundarsyni formanni UMFÍ. stól. Þær takmarkanir og hömlur eru hjá okkur sjálfum. Maður setur fyrirstöðu fyrir sig sjálfur. En við verðum að hætta því, ræða saman og hugsa í lausnum,“ sagði Sólný og bætti við hversu mjög það hryggði hana að sjá þegar börn fengju ekki tækifæri vegna stöðu sinnar. „Ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa til allra þeirra með Downs-heil- kenni eða aðrar fatlanir og sérþarfir sem hefðu getað náð árangri og fengið að blómstra en höfðu ekki tækifæri til þess af því að þeim var sagt að þau gætu ekki æft með ófötluðum. Við vitum hvar börn með Downs-heilkenni voru stödd fyrir fjörutíu árum. Strákurinn minn er aðeins svo heppinn að hafa fæðst árið 2011 á frábærum stað, í samfélagi þar sem hann fær að njóta sín. Þetta snýst um að hafa val og fleiri mögu- leika. Við getum haft áhrif og verðum að hrista upp í fólki,“ sagði hún og hvatti fulltrúa sambandsaðila UMFÍ til að tala fyrir því í sinni heima- byggð að skoða samstarf íþróttafélaga, félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra möguleika til að fjölga tækifærum barna og ungmenna með sérþarfir til að æfa og stunda íþróttir. „Við getum alltaf fundið leiðir!“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.