Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 21
 S K I N FA X I 21 „Það hefur komið okkur á óvart hversu margir sækja í Selfosshöll- ina. Það er einstök ánægja með húsið og nýtingin ofboðslega góð frá morgni til kvölds,“ segir Sveinbjörn Másson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Ungmennafélags Selfoss. Svein- björn og deildin hafa umsjón með aðstöðunni á Selfossi og nýja fjöl- nota íþróttahúsinu sem vígt var á Selfossvelli í október í fyrra. Húsið, sem hefur fengið nafnið Selfosshöllin, er um 6.500 m² að flatarmáli og skiptist niður í fyrir- taks æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir og hálfan knattspyrnuvöll. Ýmisleg hreyfing og afþreying er möguleg í húsinu en sem dæmi hélt Árborg þar árshátíð fyrir 900 manns í vor. Sveinbjörn segir íþróttahúsið þaulsetnara en gert hafi verið ráð fyrir. „Menn gerðu ráð fyrir að húsið yrði notað nokkuð vel. En það er langt umfram björtustu vænting- ar og hefur haft mikil jákvæð áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Húsið er með sjálfvirka opnun klukkan sex á morgnana. Þá kemur fyrsta fólk- ið að hreyfa sig. Þetta er líka svo gott hús, enda fer hitinn þar inni aldrei undir 15 gráður,“ segir Svein- björn, sem telur að um þúsund manns komi í húsið á hverjum virkum degi. Sveinbjörn bendir á að með til- komu hússins hafi iðkendum á öllum aldri líka fjölgað. Árborg er heilsueflandi sam- félag og þar var ákveðið að bjóða upp á æfingar tvisvar í viku fyrir eldri borgara. Einhverjir tuttugu byrjuðu. En þegar húsið var tekið í notkun færðust æfingar inn í það. Nú eru iðkendur orðnir 120 og búið að skipta fólkinu í tvo hópa,“ segir Sveinbjörn og bætir við að sömu sögu sé að segja af mikilli fjölgun í yngri flokkum kvenna í knattspyrnu. Fjölgunin þar sé talsvert meiri en í hinum flokkun- um. Til viðbótar séu opnir tímar fyrir leikskóla og dagmæður. „Húsið nýtist afar vel og er mikil ánægja með það. Þetta er í alla staði virkilega vel heppnað mann- virki,“ segir Sveinbjörn. Selfosshöllin er fyrsti áfangi í stórhuga framkvæmdum sem fyrir- hugaðar eru á íþróttasvæðinu á Selfossi. Næstu áfangar gera ráð fyrir að Selfosshöllin verði byggð áfram á næstu árum yfir núver- andi knattspyrnuvöll með búnings- aðstöðu og fleiri rými inni, hand- boltahöll verði reist og fimleika- hús auk skrifstofa. Selfosshöllin slær í gegn Sveinbjörn Másson, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Umf. Selfoss.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.