Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 39
 S K I N FA X I 39 „Allt getur orðið pólitískt – og er það. Það er bull að segja að íþróttir séu ekki pólitík – þótt þær séu ekki flokkspólitískar. Ef við þurfum hjálp frá stjórnmálunum til að koma hlutunum til leiðar verða þeir pólitískir. Við viljum bæta aðstöðuna okkar til að efla starfið eða skapa gott um- hverfi fyrir iðkendur og sjálfboðaliða. Þess vegna þurfum við að vera góð í því. Við gerum það með því að upplýsa stjórnmálafólk um ágóða íþrótta,“ segir Johan Conradson, yfirráðgjafi hjá Viken. „Leyndarmálið að baki árangrinum er mikil vinna. Við förum og hitt- um stjórnmálafólkið okkar einu sinni til tvisvar á ári. Við skoðum stefnu flokkanna í sveitarstjórnum þannig að við vitum innan hvaða ramma þeir vilja vinna og bjóðum þeim lausnir sem samræmast stefnu þeirra. Við mætum ekki til að segja þeim fyrir verkum. Við viljum vera hluti af áformum ríkisstjórnarinnar og reynum sem oftast að bjóða fram íþróttir sem lausnir á vandamálum hennar. Ef stjórnmálafólkið heyrir nógu oft minnst á íþróttir fer það að muna eftir þeim,“ segir Johan. Vakta stöðu íþróttamannvirkja Meðal þeirra hagsmunamála sem íþróttahéraðið hefur látið sig varða eru íþróttamannvirki. Teknar eru saman upplýsingar um stöðu íþrótta- mannvirkja í sveitarfélögum og þær afhentar sveitarstjórnum á hverj- um stað, svokallaður „Kommuneindeks“. Þegar orkuverð hækkaði síðasta haust var fyrirséð að snjóframleiðsla yrði kostnaðarsöm, sem kæmi niður á skíðafélögum. Ráðist var í her- ferð til að kynna stöðuna, meðal annars í fjölmiðlum, sem skilaði sér- stakri fjárveitingu frá ríkinu til að mæta vandanum. Johan nefndi einnig að mörg sveitarfélög vildu fjarlægja gúmmí úr gervigrasvöllum, neituðu jafnvel fjárveitingum væri það ekki gert. Það hefur hins vegar í för með sér að iðkendur geta hlotið alvarlegan bruna- skaða af því að renna á vellinum. Þeim upplýsingum hefur Viken hald- ið á lofti. „Bull að segja að íþróttir séu ekki pólitískar“ Annaðhvort vinna allir eða enginn Johan kom inn á norskar rannsóknir sem sýndu að skipulagt íþrótta- starf efldi félagsauð (e. social capital), það er tengingar milli fólks sem styrkja samfélög og hjálpa til í heilsueflingu. „Við viljum þróa gott nær- samfélag. Við viljum að fólk upplifi að það sé virkt í hreyfingu og rann- sóknir okkar sýna að það er auðveldara ef fólk hefur tekið þátt í skipu- legu starfi.“ Í samtalinu við stjórnmálin er það þannig að enginn vinnur nema allir vinni. Þess vegna verðum við að finna leið til að vinna saman, hvernig við getum verið lausnin. Ef við öskrum bara af hliðarlínunni hlustar enginn á okkur og ef við fáum stjórnmálin ekki með okkur í lið tapa allir.“ Johan Conradson var aðalgestgjafi hóps UMFÍ í Viken. Dæmi um einkunnagjöf fyrir íþróttaaðstöðu hjá sveitarfélögum. Íþróttir geta oft verið lausnin að vandamálum sem stjórnmálin eru að glíma við. Forystufólk íþróttahreyfingarinnar verður að vera óhrætt við að koma því á framfæri og eiga gott samtal við stjórnmálafólk. Um 40 manna hópur frá UMFÍ og aðildarfélögum af öllu landinu heim- sótti fulltrúa íþróttahéraðsins Viken í Osló í Noregi í mars. Norsku íþróttahéruðin eru ellefu talsins, jafn mörg og fylkin í landinu. Viken er það fjölmennasta, þar eru 1,2 milljón íbúar og myndar það kraga utan um Oslóarborg. Íslenski hópurinn fékk kynningu á héraðssambandinu Sjálfboðaliðastarfið ekki að deyja út Þátttaka í sjálfboðaliðastarfi var meðal þess sem Johan ræddi við íslenska hópinn. Rifjaði hann upp fræga setningu um að full- orðna fólkið væri svo upptekið við eigið félagslíf að börnin væru í reiðuleysi. Sú setning er frá sjötta áratugnum. „Tilfinningin um að sjálfboðaliðastarf sé að deyja út er alltaf til staðar. Hluti vandamálsins er að sjálfboðaliðasamtök ætla sér að breyta heiminum á stuttum tíma, sem er ekki raunhæft. Við verð- um að beina sjónum okkar frá því ómögulega yfir á það sem við getum raunverulega gert. Norsku sjálfboðaliðasamtökin (Frivillighet Norge) fá alltaf fleiri sjálfboðaliða. Það er fullt af fólki sem vill leggja lið. Ekkert veitir fólki jafn mikla ánægju og að hjálpa öðrum. En ef þú spyrð bara þá sem eru þegar virkir í félaginu færðu nei því þeir eru þegar uppteknir.“ sjálfu og starfsemi þess, einkum hvað varðar börn í íþróttastarfinu. Var meðal annars farið yfir áhrif norskra laga um réttindi barna í íþróttum og hvernig þeim er framfylgt. Hluti ferðalanganna sótti jafnframt ráð- stefnu á vegum Viken um íþróttamannvirki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.