Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I Forsvarsfólk aðildarfélaga UMFÍ hefur áhyggjur af brottfalli barna og ungmenna úr íþróttastarfi. Covid-faraldurinn á stóran hluta að máli en fleira er talið bætast við sem skýri brottfallið. Álag hefur aukist á nemendur í framhaldsskólum, áhugamálin breytast og síðan hefur þrýstingur frá vinum sem æfa með öðrum áhrif. Of mikið álag á framhalds- skólanema „Við höfum misst töluvert af iðk- endum úr aðildarfélögum okkar. Það verður ekki auðvelt að ná þeim til baka og gæti tekið ein- hver ár,“ segir Sigurður Eiríksson, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Hann viðraði á ársþingi sambandsins í vor áhyggj- ur af brottfalli hjá aðildarfélögum af völdum Covid-faraldursins. „Það versta er að iðkendurnir eru ekki að fara neitt annað. Þeir bara detta út og hafa ekki skilað sér aftur eftir að íþróttastarfið komst í gang á ný. Við erum auðvitað ekki ein um þetta,“ segir hann. Sigurður telur nokkrar ástæður fyrir brottfallinu. Í fyrsta lagi hafi Covid- faraldurinn og neikvæð áhrif hans á íþróttastarf valdið því að iðkendur hafi hætt æfingum sínum. Til viðbótar því hafi mörg ungmenni þurft að hætta íþróttaiðkun vegna álags í kjölfar styttingar framhaldsskólanáms. „Þegar álagið er mikið á nemendur lít ég þannig á styttinguna úr fjór- um árum í þrjú að verið sé að kippa krökkunum úr íþróttum. Þeir verða af svo miklu vegna álagsins í skólanum, það er mjög slæmt. Fólk er mikið fyrir framan tölvur. En með styttingu skólans þurfa krakkarnir að einbeita sér vel að náminu og verja löngum tíma fyrir framan skjá. Þeir verða af miklum félagslegum tengslum og því er það sannfæring mín að við munum sitja uppi með verra samfélag en það sem fyrir var,“ segir hann og mælir með því að nemendur í framhaldsskóla nýti sér fremur fjöl- brautakerfið en bekkjakerfið. Sigurður telur það geta breytt miklu að veita ungmennum að 18 ára aldri styrk til íþróttaiðkunar með sama hætti og þau sem yngri eru. „Þetta eru tekjulausir krakkar og því getur það verið þeim dýrt að stunda íþróttir þegar styrkina skortir,“ segir hann að lokum. Kostnaður við íþróttaiðkun ungmenna hækkar með aldri „Við sjáum það í gögnum okkar að brottfall úr iðkun í íþróttastarfi er mjög tengd efnahagslegri stöðu fjölskyldunnar,“ segir Ársæll Már Arnarson, prófessor á mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. Hann fjallaði meðal annars um brottfall barna og ungmenna úr íþróttastarfi á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðs- rannsóknir, sem haldin var í lok mars. Aðalumræðuefni Ársæls var engu að síður nýtt fyrirkomulag æskulýðsrannsókna hér á landi, en þær munu taka við af Rannsóknum og greiningu. Ársæll áréttar að líkur á brottfalli ungmenna úr íþróttum aukist eftir því sem þau eldist. Þá verði íþróttaþátttakan líka dýrari en þátttaka þeirra sem yngri eru, auk þess sem ýmis konar stuðningur á borð við frístundastyrki falli niður. Allt fari það þó eftir skilgreiningu hvers sveit- arfélags á því hver séu efri mörk frístundastyrkjanna. En stuðningur sveitarfélaga skiptir ekki öllu máli því stuðningur for- eldra og fjölskyldu vegur þungt. „Allt verður dýrara þegar maður eldist og æfingagjöldin hækka. En síðan er það allt hitt, baklandið og foreldrarnir. Þeir verða að hafa tök á að taka þátt í fjársöfnun með börnunum, selt klósettpappír á hverju einasta ári og svo má lengi telja. Börnin verða líka að vita til hverra þau geta leitað. Það geta ekki allir,“ segir Ársæll Már Arnarson. Vísbendingar um aukið brottfall úr íþróttastarfi Sigurður Eiríksson. Ársæll Már Arnarson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.