Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I P 187 C15 M100 Y100 K4 R172 G37 B43 4 Takk fyrir stuðninginn 112 ára Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), 17. apríl 1910 112 ára Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), 14. maí 1910 110 ára Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH), 30. mars 1912 110 ára Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB), 26. apríl 1912 108 ára Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ), 31. október 1914 104 ára Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), 24. maí 1918 100 ára Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE), 8. apríl 1922 100 ára Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH), 24. september 1922 100 ára Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK), 19. nóvember 1922 93 ára Keflavík íþrótta- og ungmennafélag (Keflavík), 29. september 1929 93 ára Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ), 29. sept. 1929 91 árs Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH), 28. júní 1931 90 ára Ungmennafélagið Þróttur Vogum, 23. október 1932 87 ára Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG), 3. febrúar 1935 81 árs Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), 28. júní 1941 78 ára Ungmennafélag Njarðvíkur (UMFN), 10. apríl 1944 78 ára Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), 31. ágúst 1944 78 ára Héraðssamband Strandamanna (HSS), 19. nóv. 1944 78 ára Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA), 20. desember 1944 76 ára Íþróttabandalag Akraness (ÍA), 3. febrúar 1946 52 ára Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), 21. júní 1970 51 árs Héraðssambandið Hrafna-Flóki, febrúar 1971 40 ára Héraðssamband Bolungarvíkur (HSB), 15. des. 1982 35 ára Ungmennafélagið Vesturhlíð (UV), 27. maí 1987 22 ára Héraðssamband Vestfirðinga (HSV), 30. apríl 2000 13 ára Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF), 25. maí 2009 Aldur, afmælisdagar og stofnár sambandsaðila UMFÍ Árið 1997, í tilefni 90 ára afmælis síns, gaf UMFÍ út ritið Félaga- tal ungmenna- og íþróttafélaga sem stofnuð voru 1854–1994. Höfundur ritsins var Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþrótta- fulltrúi ríkisins. Í ritinu eru upplýsingar um öll íþrótta- og ungmenna- félög og samtök þeirra sem stofnuð voru á þessu 140 ára tímabili. Í ritinu er m.a. sagt frá stofnun UMSE. Þar segir: „Á seinnihluta sambandsþings UMFÍ 1908, sem haldinn var í Reykja- vík, var félögunum skipt milli fjórðungssambanda. Ungmennafélögin við Eyjafjörð voru i Fjórðungssambandi Norðurlands. Fljótt kom í ljós að fjórðungssvæðin voru of stór, til þess að samstarf væri virkt, svo sam- tök urðu til milli félaga á smærri svæðum. Við Eyjafjörð varð til 1917 félagið Kynning, sem að stóðu Umf. Skriðuhrepps, Umf. Möðruvalla- sóknar og Umf. Öxndæla: „...til þess að kynna félagsskapinn...“. Inn í þetta samstarf gekk 1918 Umf. Vorhvöt, Glæsibæjarhreppi. Félagið Kynning starfaði fram yfir stofnun Ungmennasambands Eyjafjarðar 08. 04. 1922. Sambandssvæði UMSE náði frá Fljótum, Skagafirði, um Siglufjörð, Ólafsfjörð, Eyjafjarðarsýslu, Akureyri, Svalbarðsstranda- og Grítubakkahreppa í Suður-Þingeyjarsýslu. Stofnfélögin voru: Umf. Árroðinn, Öngulsstaðahrepps, Umf. Vorboðinn, Saurbæjarhrepps, Umf. Svarfdælahrepps, Umf. Ólafsfjarðar, Umf. Haganesvíkur í Fljótum, Umf. Siglufjarðar, Umf Akureyrar og Umf. Dagsbrún, Grýtubakkahrepps (alls 12 félög). UMSE sagði sig úr UMFÍ 1934 en gekk inn í það aftur 1939. Óstaðsett Skotfélag Eyjafjarðar, var sameinað 1993 Skotfélagi Akureyrar, sem starfar í tveikur deildum Íþróttadeild og Skotveiðideild.“ Tólf félög stofnuðu Ungmennasamband Eyjafjarðar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.