Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 27
 S K I N FA X I 27 Stjórn Klifurfélagsins er í viðræðum við Reykjavíkurborg um mögu- legar lausnir er kemur að langtímalausn. Þar hefur Toppstöðin við Rafstöðvarveg 4 í Elliðaárdal verið þungamiðjan í umræðunni og er stefnt að því að þar verði miðstöð jaðaríþrótta í borginni. ÍTR og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa unnið þetta með okkur síðastliðin tvö ár. Lendingin er í samræmi við stefnumótun Reykjavíkur- borgar í íþróttamálum og þá munum við geta leigt aðstöðu í 25 ár í stað 5–10 ára áður,“ segir Hilmar og bætir við að ljóst sé að klifur- íþróttin, eins og aðrar jaðaríþróttir, sé komin til að vera. „Heimurinn er að breytast og áhugasviðið líka. Ég hef stundað jaðar- íþróttir alla mína tíð og tek eftir þessu. Hjólabretti voru til að mynda ekki samþykkt af fjöldanum hér á árum áður þegar við félagarnir vor- um að stunda það en núna má sjá það sem eina af nýjustu og vinsæl- ustu greinunum á Ólympíuleikunum. Sama gerðist með snjóbrettin og lengi vel voru skíðagreinarnar að reyna að útiloka greinina frá stóra sviðinu. En með tímanum eykst áhuginn og almenningur kallar eftir breytingum sem eru óumflýjanlegar fyrir íþróttirnar. Tímarnir breytast og mennirnir með og það sem var vinsælt er ekki endilega ofan á í dag. Nýr forseti Ólympíusambandsins, ThomasBachh, gerði sér grein fyrir þessu og sá fyrir sér þessa breytingu, að Ólympíuleikarnir þyrftu að þróast í takt við tímann til að halda ungu kynslóðinni áhugasamri um leikana. Þess vegna náðu klifur, hjólabretti og brimbretti inn á síðustu leika. Ungmenni geta alveg æft knattspyrnu og fimleika og hvað eina til 18 aldurs en hvað tekur síðan við að barna- og unglingastarfi loknu? Margir hafa áhuga á öðru en boltaíþróttum og þessum hefðbundnu greinum innan ÍSÍ. Þegar hugsa á um skipulag íþróttahúsa og svæða þarf að hugsa út í slíkt. Ef ekki er horft til þarfa iðkenda og fólk er ekki opið fyrir breyttu umhverfi missir það af vagninum. Iðkendur fara ein- faldlega annað. Það er í fullkomnu samræmi við það að láta íþróttir ná yfir öll æviskeiðin, sem sést auðvitað best á því að 70% iðkenda okkar eru 18 ára og eldri. Fólk eins og ég finnur þarna eitthvað skemmtilegt að gera og það verður hluti af lífsstíl þess. En það sem skiptir máli er að með nýju húsnæði Klifurfélagsins til 25 ára kemst félagið og mögulega fleiri greinar í öruggt húsnæði. Það styrkir stoðir klifurs og annarra ört vaxandi jaðaríþróttagreina,“ segir Hilmar Ingimundarson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.