Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 33
 S K I N FA X I 33 Verkefnastjóri Landsmóts UMFÍ 2009 úr Svarfaðardal Óskar er Svarfdælingur og var í félaginu Þorsteini Svöfurði á yngri árum. „Ég keppti í skólasundi og spilaði knattspyrnu undir merkj- um félagsins á héraðsmótum en hef að öðru leyti ekki verið virkur í starfi félagsins eða íþróttum yfir höfuð. En ég þekki sambandið vel og svæðið allt eftir störf mín í blaðamennsku til fjölda ára. Félögin marka djúp spor í hverri sveit og auðvitað þekki ég per- sónulega marga sem hafa komið við sögu UMSE því þau tengjast sögu Eyjafjarðar,“ segir hann. Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur komið að framkvæmd þriggja Landsmóta UMFÍ í gegnum tíðina og er umfjöllun um hvert þeirra í sögu Óskars. Þetta eru mótin árin 1955, 1981 og það síðasta sem var árið 2009. En ofsögum er reyndar sagt að hann hafi ekkert tengst starfi UMSE á fullorðinsárum. Þegar Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri var leitað til Óskars og var hann verkefnastjóri mótsins með Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra mótsins. Óskar Þór Halldórsson. „Þeir hafa kannski séð myndirnar á sínum tíma. En þær hafa ekki ver- ið sýndar opinberlega og fáir hafa séð þær síðan þær voru framkallað- ar,“ segir hann og bætir við að þótt vissulega hafi hann skoðað frum- heimildir sambandsins byggi hann söguna ekki á þeim og fundargerð- um við söguritunina nema að litlu leyti. Þess í stað er saga UMSE rakin með ógrynni viðtala við fólk sem hefur tengst UMSE með einum eða öðrum hætti, fyrrverandi stjórnarfólk og íþróttafólk sem gerði það gott undir merkjum sambandsins og aðildarfélaga á sambandssvæðinu. Þar á meðal eru skíðakappinn Björgvin Björgvinsson, frjálsíþróttakonan Snjólaug Vilhelmsdóttir, sem búsett er í Þýskalandi, og margir fleiri. „Ég einfaldlega valdi það sem var áhugaverðast í sögu UMSE frá upphafi og skrifaði greinar um eitt og annað sem tengist henni síðast- liðin hundrað ár. Þetta er ekki í tímaröð. En auk þess er margt forvitni- legt og gagnlegt í sögunni. Þar á meðal er þar á einum stað stjórnar- mannatal og listi yfir allar varastjórnir síðastliðin 100 ár ásamt afreka- skrá í frjálsum íþróttum. Þetta er því bæði áhugavert og skemmtilegt og gagnleg söguritun. Tímaritaformið hentar mjög vel til þess, auk þess sem sagan verður líflegri á allan hátt. Ég tel það hvetja til lesturs og ná mögulega langt út fyrir raðir lestrarhesta og unnendur almennra sagn- fræðirita,“ segir Óskar, sagnaritari UMSE. Keppendur frá UMSE við setningu á Unglingalandsmóti UMFÍ. Björgvin Björgvinsson í stórsvigi í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi árið 2009.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.