Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 14
14 S K I N FA X I A nna er innfæddur Vesturbæingur og bjó alla sína æsku á Ægisíðunni í Reykjavík. Hún á ættir að rekja í Húna- vatnssýslu og Þingeyjarsýslu, en faðir hennar var aðal- lega Reykvíkingur. „Ég tók aldrei þátt í íþróttum í æsku en ég studdi KR í öllu sem félagið tók sér fyrir hendur. Vinkonur mínar og skólasystur voru mest í handboltanum, en þá var handboltinn í KR öflugur. Ég var alltaf í sveit á sumrin þannig að ég hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum þá. Ég var í sveit á Húsafelli í Hálsasveit í Borgarfirði. Ég fór þangað fyrst sex ára og var sex sumur í sveit,“ segir Anna. Flutt í Garðabæinn Anna stundaði nám í Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf 1971. Hún flutti í Garðabæ 1978 ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Hjalte- sted, og einni dóttur sem þá var fædd. Dóttir númer tvö kom í heim- inn ári síðar. Fimleikadeildin í Garðabæ var stofnuð 1982. Þá var elsta dóttir Önnu í fimleikum í Ármanni en flutti sig síðan yfir í Stjörnuna. Þrjár heimavinnandi húsmæður Anna var spurð hvernig það hefði komið til að hún dróst inn í stjórn fimleikadeildarinnar. „Það var haustið 1985 að ein nágrannakona mín sem var þá í stjórn fimleikadeildarinnar kom að máli við okkur tvær, en Anna Ragnheiður Möller á að baki langan feril í félagsmálum innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Hún kom inn í stjórn fimleikadeildar Stjörnunnar í Garðabæ sem foreldri og var um tíma formaður aðalstjórnar félagsins. Þaðan lá leiðin í Fimleikasambandið, þar sem hún var m.a. framkvæmdastjóri í tíu ár. Hún sat í stjórn UMFÍ frá 1997 til 2007 og starfaði síðan hjá Evrópu unga fólksins, sem síðar varð Erasmus+ áætlunin. Anna hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir félagsmálastörf sín og var m.a. gerð að heiðursfélaga UMFÍ 2021. EIGNAÐIST VINI FYRIR LÍFSTÍÐ HJÁ UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.