Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I Næstum 200 ár eru síðan fyrsta íþróttamannvirkið reis á Íslandi. Þetta var sundpollur sem varð til úr fyrirhleðslu í Laugalæknum. Síðan þá hafa þróttahús, sundlaugar og ýmis konar íþróttamannvirki af ýmsum toga litið dagsins ljós. Sum íþróttahús eru börn síns tíma, byggð af litlum efnum, eru ekki nóg stór og uppfylla ekki kröfur nútímans. Lengi hefur Íþróttamannvirki á Íslandi eru af ýmsum toga, lítil og stór. Sumum þykir nóg um en aðrir vilja meira. En hver er staðan? Við skoðum hér nokkra staði á landinu, ræðum við forsvarsmenn íþróttahéraða, íþróttafélaga og íþróttafulltrúa sveitarfélags. verið þess krafist að ráðist verði í byggingu þjóðarleikvangs. Ekki er einhugur um slíkt. Engu að síður hafa verið stigin fyrstu skref í þá átt. En eru það rétt skref? Hvað segir forsvarsfólk í íþróttahreyfingunni og sveitarfélögum um stöðuna, hvar er hægt að gera betur og hvar er íþróttaaðstaða til fyrirmyndar? Bylting í byggingu íþróttamannvirkja 1824: Sundkennsla pilta hefst í Laugalæknum, sem rann úr Þvotta- laugunum til sjávar í Reykjavík. Þetta má kalla fyrstu almennilegu sundlaug landsins. Sundlaugin var þannig gerð að fyrirhleðsla var í læknum til að útbúa sundlaug eða góðan poll til að synda í. 1858: Fyrsta íþróttahús Lærða skólans (síðar Menntaskólans í Reykjavík) tekið í notkun. 1870: Sigurður Guðmundsson málar gerir uppdrátt að íþrótta- og útivistarsvæði Reykvíkinga í Laugardal. 1873: Glímuvöllur Sverris Runólfssonar og félaga í Glímufélagi Reykjavíkur lítur dagsins ljós á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Þetta reynist vera fyrsti íþróttavöllur landsins og var hann staðsett- ur þar sem höggmyndinn Útlagar eftir Einar Jónsson stendur nú. 1884: Sundaðstaðan bætt í Laugalæknum með stofnun Sund- félags Reykjavíkur. 1896: Sportfélag Reykjavíkur stofnað. Markmið þess er að standa fyrir íþróttaæfingum á Austurvelli. Fljótlega hefjast framkvæmdir við að ryðja íþróttavöll á Melunum. Það er fyrsta skref að gerð íþrótta- svæðis. Íþróttavöllurinn var vígður 11. júní 1911. Fyrsta íþróttamótið þar var vikulangt íþróttamót Ungmennafélags Íslands. Sama ár var leikfimihúsið á Hvanneyri tekið í notkun. 1989: Íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík tekið í notkun og eldra hús rifið. Telja má þetta ásamt fimleikahúsinu á Hvanneyri elstu íþróttahúsin sem enn eru í notkun hér á landi. 6. maí 2022: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Ríki og borg tryggja fjármögnun stofnkostnaðar. Kostnaðarmat liggur ekki fyrir. Stefnt að því að framkvæmdum ljúki árið 2025. Á hraðferð: Ýmis íþróttamannvirki á Íslandi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.