Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.01.2022, Blaðsíða 13
 S K I N FA X I 13 Íþróttaveisla UMFÍ Hundahlaup eða canicross er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK (Ungmennasambands kjalarnesþings), sambandsaðila UMFÍ. Íþróttaveisla UMFÍ er nýjung sem fer fram sumarið 2022 frá júní og fram í byrjun september. Í veislunni verður boðið upp á fjóra nýja og gríðarlega spennandi viðburði í fjórum þéttbýliskjörnum á sambandssvæði UMSK. Hunda- hlaupið er fyrsti viðburðurinn í Íþróttaveislunni. Íþróttaveislan er fyrir alla 18 ára og eldri sem finnst gaman að hreyfa sig og njóta lífsins með öðrum. Allir geta tekið þátt í viðburðunum fjórum, sem dreifast yfir allt sumarið. Íþróttaveisla UMFÍ samanstendur af Drullu- og hindrunarhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ, Boðhlaupi BYKO í Kópavogi, Hundahlaupi á Seltjarnarnesi og að síðustu Forsetahlaupi í september á Álftanesi. Viðburðirnir • Boðhlaup BYKO fimmtudaginn 30. júní – við Fífuna í Kópavogi • Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar laugardaginn 13. ágúst – Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ • Hundahlaup fimmtudaginn 25. ágúst – Seltjarnarnesi • Forsetahlaup laugardaginn 3. september – Álftanesi Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900 R Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.