Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2022, Page 29

Skinfaxi - 01.01.2022, Page 29
 S K I N FA X I 29 Vorfundur UMFÍ fór fram í Borgarnesi laugardaginn 30. apríl sl. Fundurinn var vel sóttur og fóru fulltrúar sam- bandsaðila UMFÍ heim með gott veganesti eftir erindi og fræðslu dagsins enda mikið á dagskránni. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, setti fundinn. Á eftir fylgdi erindi Ragn- heiðar Högnadóttur og Sigurðar Óskars Jóns- sonar, sem sitja í stjórn UMFÍ, um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Að því loknu ræddu Jóhann Steinar og Ragnheiður Sigurðardóttir, starfs- maður UMFÍ, um stöðuna á innleiðingu stefnu- mótunar UMFÍ. Guðmunda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍA og stjórnarmaður í UMFÍ, ræddi við fundargesti um pælingar um íþrótta- héruð og stjórnarmennirnir Guðmundur G. Sigurbergsson og Lárus B. Lárusson fræddu fundargesti um sölu á þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík og hvað taki við. Að lokum sögðu Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, og Valdimar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri UMSK, frá viðburðunum í sumar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.