Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Síða 14

Skinfaxi - 01.01.2023, Síða 14
14 S K I N FA X I Aðstoðarskólastjóri Dalskóla segir í skoðun að gera ringó að hluta af íþróttakennslu skólans. „Það er svo gott að spila ringó, það geta allir verið með,“ segir Auður Valdimarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Dalskóla í Reykjavík. Hún og fleiri kennarar skólans tóku virkan þátt í leik nemenda í 8.–10. bekk þegar boðið var upp á ringó í þemaviku skólans í mars. Í ringóinu var gerð tilraun með að blanda saman nemendum úr þremur árgöngum. Það gekk vel og stefnir skólinn nú á að kaupa ringó- hringi og gera greinina hluta af náminu í skólanum, að sögn Auðar. Allir geta verið með í RINGÓ Ringó svipar til blaks. Spilað er á blakvelli. Liðin eru tvö og tveir til sex í hverju liði. Þau kasta á milli sín yfir net tveimur gúmmíhringjum í stað bolta. Markmiðið er að koma hring í gólfið hjá andstæðingnum. Aðeins má grípa hringina með annarri hendi. Þar sem tveir hringir eru á lofti á sama tíma getur verið ansi mikið líf í leiknum. Þátttakendur í leiknum þurfa ekki að búa yfir neinni sérstakri kunnáttu eða getu umfram þá að geta kastað gúmmíhring með annarri hendi og gripið slíkan hring.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.