Úrval - 01.02.1958, Side 72
ÚRVAL
alvarlega hræddur. Hann fór að
hitta Fa’atambu gamla á laun
og spurði, hvort hann gæti ekki
hjálpað sér. Sá gamli sagði í
fyrstu, að hann mætti ekki taka
fram fyrir hendumar á verndar-
andanum, en þegar ungi mað-
urinn bauð honum mikla pen-
mgaupphæð, sagðist hann skyldi
hjálpa honum það sem hann
gæti. Þessir peningar voru ekki
sú silfurmynt, sem venjulega
er notuð þarna á eynni, heldur
skeljapeningar, sem einkenn-
andi eru fyrir Salómonseyjar
og hluta af Nýju Guineu. Þeir
eru búnir til á lítilli eyju í Lana-
lóninu á Malaita, og notuð til
þess rauðleit skeljategund, lík
ostrum. Peningarnir, sem eru á
stærð við einseyring og með
gati í miðjunni, eru þræddir
upp á band og ganga þannig
sem gjaldmiðill.
Þegar maðurinn hafði borgað
Fa’atambu gamla það, sem um
DÖMSTÖLL KRÖKÓDlLANNA
var samið, bað karlinn hann um
að reka til sín eins mörg svín og
hann gæti náð í. Þetta gerði
hann og fór mjög leynt, en þó
komst hann ekki hjá því að fá
sér aðstoðarmann við svína-
reksturinn, og frá honum fékk
ég sumar upplýsingar mínar.
Fa’atambu bað til andans og
lýsti að því búnu yfir því, að
hann væri fús til að veita aðstoð
sína, ef hann fengi vel að eta.
Eldsnemma um morguninn áður
en dómnum skyldi framfylgt,
voru svínin rekin út í tjörnina,
þar sem krókódílarnir voru ekki
lengi að gera sér gott af þeim.
Þeir voru því orðnir vel mettir,
þegar maðurinn synti yfir tjörn-
ina, og datt ekki í hug að snerta
við honum. Af þessu sézt, að
margt getur búið á bak við
frumstætt réttarfar, sem okkur
frumstætt réttarfar, sem ekki
liggur í augum uppi.
Heppileg tilviijun.
Tvær vinkonur voru svo lánsamar, að menn þeirra höfðu
báðir eignast Volkswagenbíl nýlega. Dag nokkurn hringir önn-
ur til hinnar og segir sínar farir ekki sléttar. Hún kvaðst hafa
ætlað í bílnum niður í bæ þá um morguninn, en hann vildi
ekki fara í gang. „Þegar ég ætlaði að fara að athuga vélina,“
sagði hún, ,,sá ég að hún var horfin. Hugsaðu þér — henni
hefur bara hreinlega verið stolið!"
„Guð hvað þetta er skritið," sagði hin. „Veiztu hvað kom
fyrir mig í morgun ? Þegar ég ætlaði að láta tösku i skottið
á mínum bíl, þá var heil vél i því! Þú getur fengið hana.“
'70