Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 28

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 28
íslensk skáldverk PARÓDÍA KALÍBANS Ronald M. Kristjánsson Safn 35 smásagna, sem eru sprettilsögur, háðsádeilur á þjóðfélagið og manninn, huganir og leiðslusögur í anda dulspekinnar. 135 blaðsíður. Bókaútgáfan Ósíris sf. Verð: 1.390 kr. RITSAFN INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR Indriði G. Þorsteinsson Nýtt ritsafn skáldverka Ind- riða G. Þorsteinssonar í 9 bindum. Formála fyrir safn- inu skrifar Hallberg Hall- mundsson. Margir hafa fjall- að í löngu máli um skáld- skap Indriða G. Hefur þar gengið á ýmsu um dagana og rekur Hallberg m.a. þá sögu. Á einum stað skrifar Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi um skáldskap Indriða G.: „Mannlýsingar eru skýr- ar þótt þær séu ekki marg- orðar, og það er raunar á- nægjulegast alls við þessa sögu að höfundur vinnur dýrmæti úr hverri persónu sinni. Hann hefur samúð með þeim öllum, hann fer um þær mannlegum hönd- um. Afstaða höfundar til mannsins er hin giftusam- legasta sem verða má.” Á öðrum stað vitnar Hallberg enn til Bjarna, þar sem segir „og raunar hygg ég að feg- urri prósi sé ekki ritaður hér á landi” en í skáldverkum Indriða. Tvær af sögum Ritsafnsins hafa verið kvik- myndaðar. 9 bindi. Reykholt. Verð: 19.400 kr. -Nóbclsskuildið HALLDÓR y/' LAXNESS SALKA VALKA Halldór Laxness Salka Valka var fyrsta bók Halldórs Laxness sem aflaði honum frægðar utan íslands. Hún hefur verið með vinsæl- ustu bókum skáldsins, leik- verk hafa verið samin eftir henni og sagan hefur verið kvikmynduð. Salka Valka hefur alla tíð höfðað sterkt til þeirra sem hafa kynnst henni á bók - ekki síður en hún hefur sterk áhrif á þá sem deila með henni örlögum í sögunni. Salka Valka hefur verið uppseld um skeið og er nú endurútgefin. 453 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.590 kr. ÞRÁINN BERTELSSON SIGLA HIMINFLEY SIGLA HIMINFLEY Þráinn Bertelsson Sigla himinfley er skáldsaga sem gerist í Vestmannaeyj- um. Viðhorf gamalla og nýrra tíma takast á. Undiralda sög- unnar skolar á land gömlum, óútkljáðum málum sem ekki verður lengur umflúið að leiða til lykta. Samkvæmt sí- gildri, íslenskri frásagnarhefð er sögumaður nafnlaus, ferð- ast um að tjaldabaki og bregður upp myndum af fólki og atburðum sem eiga sér fyrirmyndir í íslensku þjóðlífi í þúsund ár. Þetta skáldverk Þráins Bertelssonar er í senn upp- gjör og sáttargjörð persóna og kynslóða, listilegur skáld- skapur, en umfram allt skemmtileg lesning. Þráinn Bertelsson er kvik- myndastjóri og rithöfundur. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. SOGAR SVELGUR Þorvarður Helgason Ný hörkuleg skáldsaga Þor- varðar Helgasonar um brýn- ustu og alvarlegustu vanda- mál íslensks nútímasamfé- lags. Hér er fjallað um hin hræðilegu gjaldþrot heimil- anna, lánaokrið, miskunnar- lausar innheimtur og uppboð á aleigunni, hvernig þessi ó- sköp verka á líf og tilveru fólksins. Skáldsögur Þor- varðar eru „tilraun um mann- inn”. Hann lýsir hér nokkrum ólíkum hjónum sem missa fótanna, hvernig þau bregð- ast ólíkt við, sum brotna nið- ur, önnur leiðast í sjálfsbjarg- arviðleitni inn á alvarlegar brautir og selja sál sína. Hér koma líka við sögu harð- neskjulegir bankastjórar og atvinnurekendur og hræ- gammar lagakrókanna með snjallri lokafordæmingu Jóns Vídalíns yfir svívirðunni. 190 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 2.480 kr. STÚLKAN í SKÓGINUM Vigdís Grímsdóttir Stúlkan í skóginum er djúp- rætt og hnitmiðað skáldverk, gætt stíltöfrum ofnum af orðkynngi, fegurð og misk- unnarleysi. Áhrifamesta verk Vigdísar Grímsdóttur. Iðunn. Verð: 2.980 kr. SVARTIR BRÚÐAR- KJÓLAR Kristín Ómarsdóttir Fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, sem er einn af okkar framsæknustu og frumlegustu höfundum. Hér er lýst ástinni í fjölskrúðug- um myndum í texta sem lík- ist engu sem komið hefur út á íslandi. Hún er grimm, Ijúf, Ijót, falleg, gróf, fínleg - 28

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.