Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 28

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 28
íslensk skáldverk PARÓDÍA KALÍBANS Ronald M. Kristjánsson Safn 35 smásagna, sem eru sprettilsögur, háðsádeilur á þjóðfélagið og manninn, huganir og leiðslusögur í anda dulspekinnar. 135 blaðsíður. Bókaútgáfan Ósíris sf. Verð: 1.390 kr. RITSAFN INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR Indriði G. Þorsteinsson Nýtt ritsafn skáldverka Ind- riða G. Þorsteinssonar í 9 bindum. Formála fyrir safn- inu skrifar Hallberg Hall- mundsson. Margir hafa fjall- að í löngu máli um skáld- skap Indriða G. Hefur þar gengið á ýmsu um dagana og rekur Hallberg m.a. þá sögu. Á einum stað skrifar Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi um skáldskap Indriða G.: „Mannlýsingar eru skýr- ar þótt þær séu ekki marg- orðar, og það er raunar á- nægjulegast alls við þessa sögu að höfundur vinnur dýrmæti úr hverri persónu sinni. Hann hefur samúð með þeim öllum, hann fer um þær mannlegum hönd- um. Afstaða höfundar til mannsins er hin giftusam- legasta sem verða má.” Á öðrum stað vitnar Hallberg enn til Bjarna, þar sem segir „og raunar hygg ég að feg- urri prósi sé ekki ritaður hér á landi” en í skáldverkum Indriða. Tvær af sögum Ritsafnsins hafa verið kvik- myndaðar. 9 bindi. Reykholt. Verð: 19.400 kr. -Nóbclsskuildið HALLDÓR y/' LAXNESS SALKA VALKA Halldór Laxness Salka Valka var fyrsta bók Halldórs Laxness sem aflaði honum frægðar utan íslands. Hún hefur verið með vinsæl- ustu bókum skáldsins, leik- verk hafa verið samin eftir henni og sagan hefur verið kvikmynduð. Salka Valka hefur alla tíð höfðað sterkt til þeirra sem hafa kynnst henni á bók - ekki síður en hún hefur sterk áhrif á þá sem deila með henni örlögum í sögunni. Salka Valka hefur verið uppseld um skeið og er nú endurútgefin. 453 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.590 kr. ÞRÁINN BERTELSSON SIGLA HIMINFLEY SIGLA HIMINFLEY Þráinn Bertelsson Sigla himinfley er skáldsaga sem gerist í Vestmannaeyj- um. Viðhorf gamalla og nýrra tíma takast á. Undiralda sög- unnar skolar á land gömlum, óútkljáðum málum sem ekki verður lengur umflúið að leiða til lykta. Samkvæmt sí- gildri, íslenskri frásagnarhefð er sögumaður nafnlaus, ferð- ast um að tjaldabaki og bregður upp myndum af fólki og atburðum sem eiga sér fyrirmyndir í íslensku þjóðlífi í þúsund ár. Þetta skáldverk Þráins Bertelssonar er í senn upp- gjör og sáttargjörð persóna og kynslóða, listilegur skáld- skapur, en umfram allt skemmtileg lesning. Þráinn Bertelsson er kvik- myndastjóri og rithöfundur. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. SOGAR SVELGUR Þorvarður Helgason Ný hörkuleg skáldsaga Þor- varðar Helgasonar um brýn- ustu og alvarlegustu vanda- mál íslensks nútímasamfé- lags. Hér er fjallað um hin hræðilegu gjaldþrot heimil- anna, lánaokrið, miskunnar- lausar innheimtur og uppboð á aleigunni, hvernig þessi ó- sköp verka á líf og tilveru fólksins. Skáldsögur Þor- varðar eru „tilraun um mann- inn”. Hann lýsir hér nokkrum ólíkum hjónum sem missa fótanna, hvernig þau bregð- ast ólíkt við, sum brotna nið- ur, önnur leiðast í sjálfsbjarg- arviðleitni inn á alvarlegar brautir og selja sál sína. Hér koma líka við sögu harð- neskjulegir bankastjórar og atvinnurekendur og hræ- gammar lagakrókanna með snjallri lokafordæmingu Jóns Vídalíns yfir svívirðunni. 190 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 2.480 kr. STÚLKAN í SKÓGINUM Vigdís Grímsdóttir Stúlkan í skóginum er djúp- rætt og hnitmiðað skáldverk, gætt stíltöfrum ofnum af orðkynngi, fegurð og misk- unnarleysi. Áhrifamesta verk Vigdísar Grímsdóttur. Iðunn. Verð: 2.980 kr. SVARTIR BRÚÐAR- KJÓLAR Kristín Ómarsdóttir Fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, sem er einn af okkar framsæknustu og frumlegustu höfundum. Hér er lýst ástinni í fjölskrúðug- um myndum í texta sem lík- ist engu sem komið hefur út á íslandi. Hún er grimm, Ijúf, Ijót, falleg, gróf, fínleg - 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.