Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 36

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 36
Þýdd skáldverk NÝJERÚSALEM Antti Tuuri Þýðing: Njörður P. Njarðvík Með samspili sögubrota af bruggurum og kynlegum kvistum og lýsinga á lífi mál- lausra innflytjenda á útnár- um Kanada skapar höfund- urinn hrífandi skáldsögu. Iðunn. Verð: 2.480 kr. 'WtM'öurfn Orðstít' ciö veði ORÐSTÍR AÐ VEÐI Theresa Charles Þýðing: Skúli Jensson Hveitibrauðsdagar þeirra höfðu verið dýrlegir. En þeg- ar þau komu aftur til starfa sinna á St. Chad sjúkrahús- inu sóttu vandamálin að þeim Patrick og Inez. Þar gengu sögusagnir og slúð- ur. Sagt var að Christopher Denyer læknir elskaði Inez ennþá - og Patrick var æva- reiður. Og ekki bætti það úr að orðstír Patricks var ógn- að af tilraunum Palmer- systranna til að kúga hann. Það var útilokað að láta undan kúguninni. Saman yrðu þau að berjast gegn slúðursögunum. 176 blaðsíður. Skugqsjá. Verð: 1.980 kr. ÓDYSSEIFUR I James Joyce Þýðing: Sigurður A. Magnússon Skáldsaga James Joyce, Ulysses, sem í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magn- ússonar hefur hlotið heitið Ódysseifur, er án vafa fræg- asta skáldsaga 20. aldar. Allt frá því hún kom fyrst út í París fyrir 70 árum hefur hún verið talin marka straumhvörf í vestrænum bókmenntum, enda verkar hún „á nútímamenn einsog Fjallið eina” (Halldór Lax- ness). Nú er hún loks komin á íslensku, þessi djarfa, lærða, fyndna og áhrifa- mikla saga um sólarhring í lífi nokkurra Dyflinnarbúa árið 1904. 376 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.980 kr. ÓVINURINN Desmond Bagley Þýðing: Þorbjörg Ólafsdóttir og Ólafur Gíslason Malcolm Jaggard er ráðu- nautur í efnahagsmálum, en jafnframt er hann í leyni- þjónustunni og það án vit- undar unnustu sinnar. Jagg- ard lendir í hinum ótrúleg- ustu ævintýrum og mann- raunum, enda er það æði margt sem kemur lesandan- um á óvart í þessari frábæru spennusögu eftir sagna- meistarann Desmond Bagley. 274 blaðsíður. Suðri. Verð: 1.890 kr. MARTIN ANDERSEN NEX0 PELLI SIGURSÆLI -DÖGUN 4. bók Martin Andersen Nexo Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson Dögun er fjórða og síðasta bindið af höfuðverki danska rithöfundarins Martins And- ersen Nexo um Pella sigur- sæla, bókmenntaverki sem tvímælalaust ber að flokka með stærstu og merkileg- ustu skáldritum heimsbók- menntanna á sínu sviði, þ.e. um baráttu alþýðunnar til efnislegra framfara og and- legs þroska. Þetta bindi hefst á lausn Pella úr áralangri fangelsis- vist þar sem hann hafði af- plánað refsidóm fyrir „pen- ingafölsun”, tylliástæðu ráð- andi afla þjóðfélagsins til að kveða niður rödd sem orðin var óþægur Ijár í þúfu þeim sem völdin höfðu og pening- ana. Hér er lýst þeim hartnær óyfirstíganlegu hindrunum sem verða á vegi þess sem dæmdur hefur verið frá eignum og æru og þarf að klífa þrítugan hamarinn til að komast upp í samfélag „heiðarlegs” fólks að nýju, hamar þar sem hætt er við að undan hrynji í hverju spori og klífandinn missi endanlega fótanna og eigi sér ekki viðreisnar von, eins og svo mörg dæmi sanna. 224 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.890 kr. PÍRÖNURNAR Harold Robbins Höfundur er margfaldur metsöluhöfundur í Ameríku. í vandaðri skáldsagnaritun framkvæmir hann hverju sinni ítarlegar rannsóknir á viðfangsefni sínu, sem oft fjallar um siðspillingu auð- stéttarinnar. Hér fer hann inn í uppsprettur auðsins, Amasonskóga, þar sem eit- urlyfjabransinn á upptök sín 36

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.