Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 52

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 52
Bœkur almenns efnis FRAM UM VEG Hestabók Sigurgeir Magnússon Frásagnir af hestum og af- reksverkum hesta frá siða- skiptum fram til okkar daga. Prýdd frábærum teikning- um. Um 270 blaðsíður. Höfundur. Verð: 2.870 kr. FRELSA OSS prc? á II I II FRELSA OSS FRÁ ILLU Gunnar Þorsteinsson í bókinni Frelsa oss frá illu fjallar Gunnar Þorsteinsson um Votta Jehóva og Morm- óna. Hann gerir grein fyrir uppruna og sögu þessara hreyfinga og rekur helstu kenningar þeirra og ber saman við kenningar Ritn- ingarinnar. 220 blaðsíður. Ax-forlag. Verð: 1.790 kr. FUGLAR (3. HLUTI) Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen Undraveröld dýranna er án efa yfirgripsmesta verk á ís- lensku um allt dýraríkið og fagurlega myndskreytt. Áður var það á vegum þóka- klúbbsins Veraldar, en nú heldur Fjölvi áfram útgáf- unni. Út voru komin sjö bindi, fimm um sþendýr og tvö um fugla. Nú kemur átt- unda bindið og er þar með lokið þriggja binda bálki um fuglana. Hér er lýst spörfugl- um, stærsta ættbálki fugla, yndislegum sumargestum okkar, en sérstök áhersla er lögð á að lýsa ferðum flæk- inga og förufugla sem eru að reyna að nema hér land, oft með aukinni skógrækt. Mörg hundruð litmynda. 180 blaðsfður. Fjölvi-Vasa. Verð: 3.280 kr. FULLHUGAR Á FlMBIfLSLÓÐUM li r CrirHlnnil’ifluelitit FULLHUGARÁ FIMBULSLÓÐUM Þættir úr Grænlands- fluginu Sveinn Sæmundsson Bókin hefur að geyma frá- sagnir af merkum þætti í ís- lenskri flugsögu. Um langt árabil hafa íslendingar stundað flug til Grænlands og áttu þar með ríkan þátt í að rjúfa einangrun þessara granna okkar í vestri. Oft voru aðstæður í Grænlands- fluginu ótrúlega erfiðar, ekki síst í sjúkraflugi þegar teflt var á tæpasta vað enda oft líf að veði. Margar frásagnir í þókinni taka öllum spennu- sögum fram. Þær eru ótrú- legar en samt sannar. Þetta eru frásagnir af fullhugum sem létu sér það ekki fyrir þrjósti þrenna að fljúga á fimbulslóðir. Oft hékk líf þeirra á bláþræði en auðna réði að álltaf komu þeir heilir heim. 216 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 2.980 kr. GALDRAR Á ÍSLANDI Matthías Viðar Sæmunds- son sá um útgáfuna Þetta íslenska handrit frá galdraöldinni, sem geymt er í Stokkhólmi, er merkasta galdrabók sem varðveist hefur og var á sínum tíma notuð hér sem kennslubók í galdri. Auk bókarinnar eru hér rækilegar skýringar við hvern galdur og ítarlegur formáli sem Matthías Viðar ritar. Ómetanleg heimild og bráðskemmtileg lesning. Almenna bókafélagið hf. Verð: 3.495 kr. GEGGJAÐ GRÍN UM SKOKKARA GEGGJAÐ GRÍN UM SKÓLALÍFIÐ Bill Stott og David Pye Þýðing: Jón Daníelsson Sprenghlægilegur texti og teikningar gera þessar bæk- ur ógleymanlegar. 76 og 92 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 790 kr. hvor bók. GETTU NÚ Spurningabók Ragnheiður Erla Bjarnadóttir Hér eru 700 sþurningar fram settar og flokkaðar með svipuðum hætti og í hinni sí- vinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna. Þær eru í þrem þyngdarflokkum og henta því öllum, börnum og fullorðnum. Spurningin, sem þú gatar á, hvort sem þú ert sérfræðingur eða skóla- krakki - hún er HÉR. 138 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.480 kr. GRÁGÁS Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins, lýsir stjórnar- háttum íslendinga og dag- legu lífi frá landnámi til ofan- verðrar 13. aldar. Lögþætt- irnir eru mikilvæg heimild um aldarfar, atvinnuhætti og 52

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.