Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 60

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 60
Bækur almenns efnis ar Spurningakeppnin þín sem kom út í fyrra og hlaut afar góðar viðtökur. I henni eru 600 skemmtilegar og fræðandi spurningar og gát- ur sem enginn fróðleiksfús keppnismaður ætti að láta fram hjá sér fara. Spurning- arnar eru samdar þannig að vel hentar að leggja þær fyr- ir tvö lið eða tvo einstaklinga sem keppa - því að jafnan eru tvær í senn um áþekk efni og álíka léttar eða þungar... Spurningakeppnin okkar hæfir vel á hvers kyns mannamótum. Hún er tilval- in fjölskyldubók. 132 blaðsíður. Æskan. Verð: 1.490 kr. STANGAVEIÐIN1992 Þaa tengu maríulaiinn Fengsælustu voiðiárnjr Starrstu laiamlr Vclðlsögur tra sumrlnu Allar helstu tréttimar STANGAVEIÐIN 1992 Gunnar Bender og Guðmundur Guðjónsson Þetta er 5. árið sem Stanga- veiðin kemur út, og er í þessari útgáfu nýmæli, við- töl við 30 laxveiðimenn auk þess sem birtar eru veiði- sögur, listi yfir fengsælustu árnar, stærstu laxana og margt fleira. Bókin er nauð- syn öllum veiðiáhugamönn- um og sem fyrr prýdd fjölda mynda. 200 blaðsíður. ísafold. Verð: 2.850 kr. STÓRA HESTABÓKIN Elwyn Hartley Edwards Eitt fallegasta verk sem út ST( )HA '» HESTABOKIN hefur komið um hesta og hestakyn: Sögu þeirra, ein- kenni og útlit. Yfir 80 þekkt- ustu hestakynjum heims er lýst í glæsilegum Ijósmynd- um og greinargóðum texta. Sérkaflar eru um meðferð og umhirðu hesta og um tengsl manns og hests í nú- tíð og fortíð. Iðunn. Verð: 4.880 kr SVAVAR GUÐNASON (1909-1988) Ýmsir höfundar Ritstjóri: Bera Nordal Þýðing: Aðalsteinn Ingólfsson og Hjörtur Pálsson Þessi bók um Svavar Guðnason er fyrsta heild- stæða ritið sem komið hefur út um hann og gefur lang- þráða innsýn í líf og starf eins ágætasta listamanns þjóðarinnar. Auk fjölmargra litmynda eru í bókinni grein- ar um Svavar, viðtöl, frá- sagnir og Ijóð eftir hann, svo og ritaskrár og ítarlegt yfirlit um ævi hans og sýningafer- il. Bókin er á íslensku og ensku. 206 blaðsíður. Listasafn íslands. Verð: 3.810 kr. SVIPMYNDIR ÚR RÉTTARSÖGU Dr. Páll Sigurðsson prófessor Þessi bók hefur að geyma 9 ritgerðir um margvísleg rétt- arsöguleg efni. Sumar birt- ast hér í fyrsta skipti á prenti en aðrar, sem hafa birst áður, í endurskoðaðri gerð. M.a. Lagastefnur gegn látn- um mönnum, þegar Bjarni sýslumaður Halldórsson stefndi Lavrentz amtmanni dauðum. Brúðarrán og brúðarkaup, þegar Oddur V. Gíslason „rændi” brúði sinni. 300 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. SYKURMOLARNIR Árni Matthíasson Loksins er bókin um Sykur- molana komin! Bókin segir frá ferli heimsfrægustu hljómsveitar íslands fyrr og síðar og dregur upp lifandi mynd af lífi einstaklinganna á sviði sem utan. Bókin er ríkulega myndskreytt. 160 blaðsíður. ?Nf. " MATTHJ ASSON Örn og Örlygur. Verð: 2.980 kr. crcycct. dí- REYKJAVÍK SÖGUR ÚR REYKJAVÍK Ásgeir Hannes Eiríksson Bókin er kímnisögur og hnyttin tilsvör, allt tengt nöfnum þekkts fólks. Höf- undur hefur sjálfur kynnst flesfum eða öllum sem koma við sögu. Frá þessu er sagt í hinum velþekkta skopstíl höfundar. Hér koma við sögu menn við kaffiborð- in á Hótel Borg og víðar, stjórnmálamenn á Alþingi og utan þess, kennarar og nemendur í Verslunarskól- anum, reykvískir glaumgos- ar, kynlegir kvistir. Almenna bókafélagið hf. Verð: 2.495 kr. SÖGUSPEGILL Afmælisrit Árbæjarsafns Tuttugu og einn höfundur. Ritstjóri Helgi M. Sigurðsson 60

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.