Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 66

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 66
Ævisögur og endurminningar Sú bók sem hér birtist, Ebenezer Henderson og Hið íslenska Biblíufélag, er skráð af séra Felix Ólafssyni sem um árabil hefur rann- sakað ævi og störf þessa merka Skota. Bókin segir frá uppruna hans, áformum og atvikum sem leiddu til þess að hann kom til íslands eftir að hafa dvalið og starfað á Norðurlöndum, Rússlandi og víðar. Bókin segir einnig frá ferðum hans um ísland árin 1814 og 1815 í því skyni að koma Biblíunni á framfæri við landsmenn, en hún hafði þá reynst ófáan- leg um langt skeið. Dvöl hans hér var kveikjan að stofnun Hins íslenska Bibl- íufélags sem er elsta starf- andi félag á íslandi. 160 blaðsíður. Hið íslenska Biblíufélag. Verð: 1.900 kr. EYRNATOG OG STEINBÍTSTAK Ævisaga Guðbrands Hlíðar Ásgeir Guðmundsson Þetta er fyrsta ævisaga dýralæknis sem út kemur á íslandi. Guðbrandur Hlíðar stundaði nám í Danmörku á stríðsárunum og komst í kast við þýsku leyniþjónust- una og varð að sitja í bresk- um fangelsum grunaður um njósnir í þágu Þjóðverja. Guðbrandur stundaði dýra- lækningar í Eyjafirði og í Skagafirði og segir hann frá reynslu sinni við þau störf. Óvenjuleg lífsreynslusaga athyglisverðs manns. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. Frumleg hreinskilni l’órbvruur l»rtrðurs«n FRUMLEG HREINSKILNI Þórbergur Þórðarson og menningin á mölinni í byrjun aldar Helgi M. Sigurðsson Unnendur Þórbergs Þórðar- sonar finna hér fróðlega og skemmtilega umfjöllun um meistarann, frá því Ofvitinn skilur við lesandann og að því er Bréf til Láru birtist. Árin 1912-24 voru mótunar- og umbrotaár í lífi Þórbergs og í mörgu tilliti frjóasta tímabilið á æviskeiði hans. í bókinni segir frá þessu. Höf- undurinn, Helgi M. Sigurðs- son, ritstýrði (1986-87) út- gáfu á áður óbirtum ritsmíð- um Þórbergs og vakti hún verðskuldaða athygli. 117 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: 2.590 kr. JV vj i| ' g II ð I) c r g ii r 1» e r g s 8 O 11 — M E T $ Ö L U B Ó K _ . 6 « * K » 1 * T 1 N k l V;;:;;T T'" uþp með neina mélkisu- hegðun. Útkoman er ó- venjuleg og bráðskemmtileg samtalsbók. Vaka-Helgafell. Verð: 2.980 kr. GUÐBERGUR BERGSSON METSÖLUBÓK Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ræðir við skáldið Þetta er ekki ævisaga - og þó. Engin ættfræði, engin játning, hvorki kvart né kvein. Skáldið án upphafn- ingar, án niðurlægingar. Ó- gleymanlegar lýsingar á reynslu bernskunnar í Grindavík, mótunarárum í Reykjavík og á Spáni, leið- inni til skáldskapar. Hárbeitt- ar orðræður um íslenskan veruleika og stjórnmál, heimsmenningu og heimótt- arskap. Prýdd fjölda mynda. 232 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.980 kr. GUÐNIREKTOR Enga mélkisuhegðun, takk! Ómar Valdimarsson Sjaldan hefur verið logn- molla kringum Guðna Guð- mundsson rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Ómar Valdimarsson blaðamaður skráir sögu Guðna en kallar jafnframt til vitnis samferða- menn frá ýmsum tímum sem rifja upp eftirminnilegar sögur af honum. Guðni er „tekinn á teppið" og lætur Ómar rektorinn ekki komast HJÁ BÁRU Endurminningar Báru Sig- urjónsdóttur kaupkonu Ingólfur Margeirsson Heiðarleg og spennandi ævisaga sem sviptir hulunni af litríku lífi goðsagnaper- sónunnar Báru Sigurjóns- dóttur og færir lesandann í mikil örlög, dramatíska at- burði og leyndustu sálar- átök. Meistaralega skrifuð af Ingólfi Margeirssyni, sem er landsþekktur fyrir ritun ævi- sagna, m.a. metsölubók- anna Lífsjátning - Endur- minningar Guðmundu Elías- dóttur, og Lífróður - ævi- sögu Árna Tryggvasonar leikara sem sló öll sölumet í fyrra. 66

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.