Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 67

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 67
Ævisögur og endurminningar ______...««__..^^^_______—__ 352 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 2.980 kr. l Horfttijl londs Úrsjódí bemskuminninga höfimdar HORFT TIL LANDS Þorsteinn Stefánsson Þorsteinn Stefánsson rithöf- undur sem lengstum hefur búið í Danmörku og skrifað bækur sínar á framandi tungum, segir í þessari bók sinni nokkuð af athyglis- verðri ævi sinni. í formála segir: „Þorsteinn var borinn og barnfæddur árið 1912 að Nesi í Loðmundarfirði aust- ur, en sá fjörður er nú kom- inn í eyði. Lífsbaráttan í Loðmundarfirði var hörð í upphafi þessarar aldar eins og víðast hvar í dreifðum byggðum íslands og oft skammt milli lífs og dauða. Óhjákvæmilega settu lífs- kjörin í uppeldinu sitt mark á allt lif þess fólks sem kynnt- ist þessari baráttu, jafnvel þótt því tækist að hefja sig yfir erfiðleikana og sjá þá síðar á ævinni frá öðru sjón- arhorni. Þorsteinn var snemma staðráðinn í því að verða rit- höfundur og setti sér meðal annars að sinna skáldskap- argyðjunni þótt ekki væri nema örstutta stund á dag. En brauðstritið og skyldurn- ar leyfðu þó tæpast slíkan munað. Þó tókst Þorsteini að koma út fyrstu bók sinni, Frá öðrum hnetti, árið 1935, en sama ár stefndi Þor- steinn fleyi sínu til Danmerk- ur. I Danmörku kom út bók hans Dalen árið 1942 og fyrir þá bók fékk hann H.C. Andersen verðlaunin. Þessi verðlaun voru veitt höfund- um undir 35 ára aldri og var þeim fyrst úthlutað árið 1930 í tilefni 125 ára afmæl- is H.C.Andersen.” 240 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.480 kr. MMHMMBMnUHMMMMMNMMi SvamrGests HUGSAÐ UPPHÁTT /Gvfininningar HUGSAÐ UPPHÁTT Æviminningar Svavars Gests skráðar af honum sjálfum Hvernig bregðast menn við þegar þeir sitja fyrir framan lækni og fá þann úrskurð að þeir séu haldnir illkynja sjúk- dómi? Sjálfsagt misjafnlega en ætli margir líti þá ekki í sjónhendingu yfir ævi sína og jafnvel hugsi upphátt. Svavar Gests er löngu landskunnur maður. Um ára- bil var hann einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og hljómsveit hans naut fá- heyrðra vinsælda. Einnig var hann og er mjög vinsæll út- varpsmaður. í bókinni Hugs- að upphátt rekur Svavar æviminningar sínar. Hann segir frá ótrúlega erfiðum bernskuárum, rekur tónlistar- feril sinn og hljómplötuútgáfu og segir einstaklega skemmtilega og opinskátt frá mönnum, sem hann hef- ur kynnst, og eftirminnileg- um atvikum. 291 blaðsíða. Fróði hf. Verð: 2.980 kr. í KRÖPPUM SJÓ Helgi Hallvarðsson skipherra segir frá sægörpum og svaðil- förum Atli Magnússon Helgi Hallvarðsson skip- herra hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í hálfan fimmta áratug og sannar- lega hefur margt á dagana drifið, ekki síst í harðskeytt- um landhelgisstríðum, bæði á sjó, í lofti og á landi. Þessi bók er handa öllum sem hafa ánægju af spennu og seið sjómannalífsins. 246 blaðsíður. Örn og Örlygur Verð: 2.880 kr. “Nóbelsskáldid- HALLDÓR-' LAXNESS ÍTÚNINU HEIMA Halldór Laxness í túninu heima er fyrsta bók- in í flokki fjögurra minninga- sagna Halldórs Laxness. Bókin kom fyrst út árið 1975. Túnið er í Laxnesi í Mosfellsdal sem er honum í- mynd liðins tíma. Skáldið lýsir fyrstu tólf til þrettán mótunarárum sínum svo að þau standa Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Hér er ekki einungis um að ræða persónusögu Hall- dórs, menningarsögu og aldarspegil, heldur eru þessar angun/æru frásagnir bókmenntir í hæsta gæða- flokki. 249 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.890 kr. ÍÞRÓTTASTJÖRNUR Heimir Karlsson Einn þekktasti iþróttafrétta- maður landsins ræðir við þrjá þekkta íþróttamenn, sem segja frá ferli sínum allt frá barnæsku fram til dags- ins í dag. Allir eiga þeir það sammerkt að hafa skarað fram úr í sinni grein, Atli Eð- valdsson í knattspyrnu, Pét- ur Guðmundsson í körfu- bolta og Sigurður Sveinsson í handbolta. Almenna bókafélagið hf. Verð: 2.695 kr. JÓN ÞORLÁKSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ævisaga eins merkasta stjórnmálamanns og frum- kvöðuls landsins á fyrrihluta aldarinnar. Jón Þorláksson var fyrsti formaður Sjálf- 67

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.