Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 69

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 69
Ævisögur og endurminningar forseti ísiands ritar formála Halldór Laxness hefur lifað að sjá veröldina breyta um ásýnd, sjá landa sína af- klæðast vaðmálsfötunum og sigla inn í strauma sem tím- inn hefur leikið á margan veg. í texta þessarar áhuga- verðu bók er varpað Ijósi á margbreytilegt lífshlaup Halldórs Laxness, mannsins sem frá barnæsku var stað- ráðinn í því að verða skáld, - skáld stórra verka. Meðal annars er vitnað í bréf hans til ættingja og vina. Hér eru birtar um 400 Ijósmyndir frá ferli Halldórs Laxness, sem safnað hefur verið frá inn- lendum og erlendum aðilum en uppistaða bókarinnar kemur úr myndasafni Hall- dórs og fjölskyldu hans. Stór hluti myndanna hefur ekki komið áður fyrir almenn- ingssjónir. Bókin er gefin út í tilefni af níræðisafmæli Halldórs Lax- ness á þessu ári. Vaka-Helgafell Verð: 3.760 kr. MINN HLÁTUR ER SORG Líf Ástu Sigurðardóttur myndlistarmanns og skálds Friðrika Benónýs Hún var skapheit og ástríðu- full listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en Ijós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og for- dæmd. Hennar biðu um síð- ir bitur örlög. í þessari ein- stæðu ævisögu er lífs- þorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og inn- sæi. Iðunn. Verð: 2.980 kr. OG ÁIN NIÐAR Sögur og sitthvað um velðar Kristján Gíslason Hér fá íslenskir stangveiði- menn bæði skemmtilega og notadrjúga leiðsögn að ánni. Höfundur rifjar upp ævintýri í laxveiðiám landsins og gefur góð ráð um áhöld og útbúnað veiðimannsins. í bókinni er ítarlegur kafli um íslenskar laxaflugur ásamt nákvæmum uppskriftum og litmyndum af flugunum. 218 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.980 kr. OG NÁTTÚRAN HRÓPAR OG KALLAR Ævisaga Guðlaugs Bergmann Óskar Guðmundsson Einstaklega opinská, hressi- leg og gustmikil ævisaga hins litríka athafna- og lífs- nautnamanns Gulla í Karna- bæ, þar sem m.a. er brugð- ið upp ógleymanlegum myndum frá rokk- og hippa- árunum. Sagt er frá sam- skiptum við háa og lága, karla og konur, og ekkert dregið undan; skyggnst um rangala íslensks athafnalífs og breyskleika mannlegs eðlis. Iðunn. Verð: 3.480 kr. RADDIR í GARÐINUM Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson bregður hér upp ótal eftirminnilegum svipmyndum af forfeðrum sínum og mæðrum í báðar ættir, segir frá kynnum sín- um af Thor Jensen og hin- um þjóðfrægu sonum hans og rekur sögur af erfiðri lífs- baráttu norður í Þingeyjar- sýslu. Tónninn er mildur í þessari hlýlegu bók þar sem saman fer skáldlegur texti og næmi fyrir örlögum fólks. 200 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.880 kr. RASSINN Á SÁMI FRÆNDA Richard Hillyards Þýðing: Jón Daníelsson Lífsreynslusaga Bandaríkja- mannsins Richard Hillyards, friðarsinnans sem gekk í herinn. Hann hefur frá mörgu að segja og skefur ekki utan af lýsingum sín- um. Hann hefur ófagra sögu að segja af samskiptum sín- um við bandaríska herinn þar sem hann segir hvern mann sleikja rassinn á næsta manni fyrir ofan í virðingarstiganum. Hillyard gegndi lengst af stöðu fréttamanns í hernum og kynntist ýmsu því sem öðr- um er hulið. Hann segir líka frá uppvexti sínum í Kali- forníu, eiturlyfjaneyslu hippatímabilsins og fjöl- mörgu fleiru. Kímnin skín alls staðar í gegn. Hillyard er búsettur hérlendis og kvæntur íslenskri konu. Stórfróðleg bók og bráð- skemmtileg. 260 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.480 kr. REISUBÓK Jón Ólafsson Indíafari Reisubók Jóns markar tíma- mót í íslenskri bókmennta- sögu og leggur grunn að nýjum bókmenntagreinum, sjálfsævisögunni og ferða- bókmenntunum. Jón sneri heim úr heimsreisum sínum snauður af veraldarauði en með dýrmæta veislu í far- 69

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.