Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 69

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 69
Ævisögur og endurminningar forseti ísiands ritar formála Halldór Laxness hefur lifað að sjá veröldina breyta um ásýnd, sjá landa sína af- klæðast vaðmálsfötunum og sigla inn í strauma sem tím- inn hefur leikið á margan veg. í texta þessarar áhuga- verðu bók er varpað Ijósi á margbreytilegt lífshlaup Halldórs Laxness, mannsins sem frá barnæsku var stað- ráðinn í því að verða skáld, - skáld stórra verka. Meðal annars er vitnað í bréf hans til ættingja og vina. Hér eru birtar um 400 Ijósmyndir frá ferli Halldórs Laxness, sem safnað hefur verið frá inn- lendum og erlendum aðilum en uppistaða bókarinnar kemur úr myndasafni Hall- dórs og fjölskyldu hans. Stór hluti myndanna hefur ekki komið áður fyrir almenn- ingssjónir. Bókin er gefin út í tilefni af níræðisafmæli Halldórs Lax- ness á þessu ári. Vaka-Helgafell Verð: 3.760 kr. MINN HLÁTUR ER SORG Líf Ástu Sigurðardóttur myndlistarmanns og skálds Friðrika Benónýs Hún var skapheit og ástríðu- full listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en Ijós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og for- dæmd. Hennar biðu um síð- ir bitur örlög. í þessari ein- stæðu ævisögu er lífs- þorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og inn- sæi. Iðunn. Verð: 2.980 kr. OG ÁIN NIÐAR Sögur og sitthvað um velðar Kristján Gíslason Hér fá íslenskir stangveiði- menn bæði skemmtilega og notadrjúga leiðsögn að ánni. Höfundur rifjar upp ævintýri í laxveiðiám landsins og gefur góð ráð um áhöld og útbúnað veiðimannsins. í bókinni er ítarlegur kafli um íslenskar laxaflugur ásamt nákvæmum uppskriftum og litmyndum af flugunum. 218 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.980 kr. OG NÁTTÚRAN HRÓPAR OG KALLAR Ævisaga Guðlaugs Bergmann Óskar Guðmundsson Einstaklega opinská, hressi- leg og gustmikil ævisaga hins litríka athafna- og lífs- nautnamanns Gulla í Karna- bæ, þar sem m.a. er brugð- ið upp ógleymanlegum myndum frá rokk- og hippa- árunum. Sagt er frá sam- skiptum við háa og lága, karla og konur, og ekkert dregið undan; skyggnst um rangala íslensks athafnalífs og breyskleika mannlegs eðlis. Iðunn. Verð: 3.480 kr. RADDIR í GARÐINUM Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson bregður hér upp ótal eftirminnilegum svipmyndum af forfeðrum sínum og mæðrum í báðar ættir, segir frá kynnum sín- um af Thor Jensen og hin- um þjóðfrægu sonum hans og rekur sögur af erfiðri lífs- baráttu norður í Þingeyjar- sýslu. Tónninn er mildur í þessari hlýlegu bók þar sem saman fer skáldlegur texti og næmi fyrir örlögum fólks. 200 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.880 kr. RASSINN Á SÁMI FRÆNDA Richard Hillyards Þýðing: Jón Daníelsson Lífsreynslusaga Bandaríkja- mannsins Richard Hillyards, friðarsinnans sem gekk í herinn. Hann hefur frá mörgu að segja og skefur ekki utan af lýsingum sín- um. Hann hefur ófagra sögu að segja af samskiptum sín- um við bandaríska herinn þar sem hann segir hvern mann sleikja rassinn á næsta manni fyrir ofan í virðingarstiganum. Hillyard gegndi lengst af stöðu fréttamanns í hernum og kynntist ýmsu því sem öðr- um er hulið. Hann segir líka frá uppvexti sínum í Kali- forníu, eiturlyfjaneyslu hippatímabilsins og fjöl- mörgu fleiru. Kímnin skín alls staðar í gegn. Hillyard er búsettur hérlendis og kvæntur íslenskri konu. Stórfróðleg bók og bráð- skemmtileg. 260 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.480 kr. REISUBÓK Jón Ólafsson Indíafari Reisubók Jóns markar tíma- mót í íslenskri bókmennta- sögu og leggur grunn að nýjum bókmenntagreinum, sjálfsævisögunni og ferða- bókmenntunum. Jón sneri heim úr heimsreisum sínum snauður af veraldarauði en með dýrmæta veislu í far- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.