Bókasafnið - 01.01.2003, Side 4
Kristín Indriðadóttir
Menntasmiðj a
Kennaraháskóla íslands
Upphaf
Um áramótin 1998 sameinuðust fjórir skólar í núver-
andi Kennaraháskóla íslands sem hefur höfuðstöðv-
ar sínar við Stakkahlíð í Reykjavík. Þrír skólanna voru
í Reykjavík, gamli Kennaraháskólinn við Stakkahlíð,
Fósturskóli íslands við Leirulæk og Þroskaþjálfaskóli
íslands í Skipholti. Sá fjórði var íþróttakennaraskóli
íslands að Laugarvatni. í öllum þessum skólum voru
bókasöfn og strax var hafist handa um að sameina
rekstur þeirra. Tveimur árum síðar, þegar Ólafur
Proppé varð rektor, voru innan hins nýja kennarahá-
skóla fjórar misstórar þjónustueiningar sem allar
heyrðu beint undir rektorsembættið. Um var að ræða
nýsameinað bókasafn skólanna fjögurra, en hvert
þeirra var enn á sínum fyrri stað, gagnasmiðju,
kennslumiðstöð og töluukerfisþjónustu sem allar voru í
Stakkahlíðarhúsi Kennaraháskólans.
Rektor vildi samhæfa sem mest af þessari þjónustu
og byrjaði með því að sameina hið fjórskipta bókasafn,
kennslumiðstöðina og gagnasmiðjuna (alls 11,6 stöðu-
gildi) formlega 1. mars árið 2000 með því að setja þeim
sameiginlegan framkvæmdastjóra. Aðdragandi var
skammur en miklu skipti að vorið 1995 hafði starfs-
hópur í gamla Kennaraháskólanum unnið skýrslu um
húsrýmisþörf vegna bókasafns, gagnasmiðju, kennslu-
miðstöðvar og fjarkennslu í þeim skóla. í skýrslunni var
einnig gerð áætlun sem tók mið af hugsanlegri sam-
einingu skólanna fjögurra. Þótt skýrslan fjallaði ekki
um innra skipulag starfseininganna leit hópurinn svo á
að stjórnvöld hefðu með flutningi kennslumiðstöðvar
Námsgagnastofnunar sýnt vilja til þess að byggja upp á
einum stað öfluga miðstöð til að efla kennaramenntun
og styðja við kennara í starfi.1
Fyrirmyndir
Á tíunda áratug tuttugustu aldar urðu miklar breyt-
ingar á rekstri háskólabókasafna í breskum háskól-
um. Eftir því sem hlutur tækninnar varð stærri í stoð-
þjónustu við kennslu og rannsóknir var byrjað að
víkka hugtakið bókasafn (library) í námsmiðstöð
(learning centre) og fylgja eftir þörf stúdenta fyrir að-
stöðu og aðstoð við allt sitt námsferli frá upplýsinga-
öflun til framsetningar og miðlunar verkefna í fjöl-
breyttu formi. Þótt þessi þróun væri ný á háskólastigi
átti hún hliðstæðu í uppbyggingu og rekstri safna á
neðri skólastigum víða um lönd. Framkvæmdastjóri
átti þess kost í upphafi að kynna sér starfsemi slíkra
miðstöðva bæði í Sheffield Hallam University og há-
skólanum í Derby á Englandi, og síðar í háskólanum í
Malmö í Svíþjóð, en fyrirmyndin þar var einnig feng-
in frá Bretlandi. Sú reynsla var ómetanleg við stefnu-
mótun hinnar nýju skipulagsheildar sem háskólaráð
2
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003